"

Heydalur í Mjóafirði

Heydalur er í 130 km fjarlægð frá Ísafirði, 110 km frá Hólmavík. Ekið er 12 km inn dalinn og komið að tjaldsvæðinu við Heydalsá fyrir neðan hótelið. Tjaldsvæðinu er skipt í grasi gróna reiti með trjágróðri. Sérlega friðsælt og langt frá allri bílaumferð. Dalurinn er kjarri vaxinn og fallega gróinn. Stórbrotin gil og fossar innar í dalnum.


Þjónusta í boði

  • Náttúrulaug
  • Salerni
  • Kalt vatn
  • Hestaleiga
  • Sturta
  • Gönguleiðir
  • Leikvöllur
  • Heitt vatn
  • Heitur pottur
  • Sundlaug
  • Bátar til leigu
  • Rafmagn

Lýsing á aðstöðu

Á tjaldsvæðinu er snyrtiaðstaða með heitu vatni, salernum og sturtum. Rafmagn fyrir húsbíla og tjaldvagna. Handan Heydalsár er heit náttúrulaug. Lítil innisundlaug í gróðurhúsi og heitur pottur fyrir utan. Leiksvæði bæði fyrir yngri börn og unglinga. Frábært umhverfi til gönguferða og leikja í kjarrinu. Á vorin er fjölbreytt fuglalíf. Á svæðinu er veitingasala með vínveitingaleyfi. Lögð er áhersla á gott hráefni úr heimabyggð. Á staðnum er talandi páfagaukur, kajak- og hestaleiga.

Opnunartími

Tjaldstæðið er opið 1. júní – 1. október


Verð

Verð 2023

Fullorðnir (16 ára og eldri) 1800 kr. hver nótt
Frítt fyrir 15 ára og yngri
Frí gisting fjórðu hverja nótt
Frítt í sundlaug, heita potta og náttúrulaug
Rafmagn: 1200 kr. pr. sólarhring
Þvottavél: 1200 kr.
Þurrkari: 1200 kr.