"

Kerlingarfjöll - Highland Base

Tjaldsvæði Highland Base í Kerlingarfjöllum er í dalnum Ásgarði - hlýlegur dalur í útjaðri stórbrotins landsvæðis sem býður upp á fjölbreytt útivistarsvæði með einstakri náttúru, hverasvæði og fallegu útsýni.


Þjónusta í boði

  • Náttúrulaug
  • Heitt vatn
  • Sturta
  • Veitingahús
  • Rafmagn
  • Salerni
  • Kalt vatn
  • Hundar leyfðir
  • Eldunaraðstaða

Lýsing á aðstöðu

Tjaldsvæðið er meðfram Ásgarðsá í skjólgóðum grasbölum í útjaðri stórbrotins landsvæðis. Á svæðinu er nýtt vel útbúið aðstöðuhús með sturtum, eldunaraðstöðu, þvottavél og salerni. Útigrill eru á tjaldsvæðinu (kolagrill) ásamt leiktækjum fyrir yngri kynslóðina.

Margar skemmtilegar merktar gönguleiðir eru frá svæðinu og mikil náttúrufegurð allt um kring. Við bjóðum daglegar gönguferðir með leiðsögn og getum einnig sett saman göngur fyrir hópa. Við tjaldsvæðið er hið nýbyggða Highland Base Hotel ásamt veitingastað þar sem þú finnur þægilega bístró-stemningu í hlýlegu og fallegu umhverfi.

Í Kerlingarfjöll er ekið af sunnanverðum Kjalvegi, en lengd afleggjarans er um 9 km. Eins liggja jeppaslóðar í Kerlingarfjöll úr Þjórsárverum (Setrinu) og frá Tungufelli í Hrunamannahreppi, gegnum Leppistungur.

Opnunartími

Opið frá 15. júní til 30. september


Verð

Verð 2024

Fullorðnir: 3.000 kr
Unglingar (12-16): 2000 kr
Gistináttaskattur fyrir hverja nótt: 300 kr
Rafmagn: 2.000 kr