"

Patreksfjörður

Nýja tjaldsvæðið á Patreksfirði er staðsett við Félagsheimili Patreksfjarðar sem sést vel þegar komið er inn í bæinn. Góð aðstaða er í félagsheimilinu fyrir tjaldsvæðið salerni, þvottavél, aðstaða til eldunar og þvotta. Rafmagn og seyrulosun er fyrir húsbíla, og ruslagámar eru á staðnum. Hægt er að fá leigðan sal og eldhúsaðstöðu fyrir hópa.


Þjónusta í boði

  • Salerni
  • Þvottavél
  • Veitingahús
  • Golfvöllur
  • Rafmagn
  • Veiðileyfi
  • Sundlaug
  • Eldunaraðstaða
  • Gönguleiðir

Lýsing á aðstöðu

Á Patreksfirði er gott úrval veitingastaða og kaffihúsa, auk verslunar og annarrar þjónustu. Glæsileg íþróttamiðstöð með sundlaug sem þykir skarta einu fallegasta útsýni á landinu. Hin stórfenglega náttúra svæðisins býður upp á óþrjótandi möguleika á eigin vegum en einnig er hægt er að komast í margvíslegar skipulagðar ferðir um svæðið, styttri og lengri gönguferðir, rútuferðir, siglingu og sjóstöng. Á Patreksfirði er rekin upplýsingarmiðstöð fyrir ferðamenn.

Á tjaldvæðinu er þráðlaust net.

Í nágrenninu er Rauðisandur þar sem gjarnan glittir í selavöður, Minjasafn Egils Ólafssonar í Örlygshöfn, Látrabjarg stærsta fuglabjarg Evrópu, Selárdalur í Arnarfirði þar Gísli á Uppsölum bjó og Samúel Jónsson, listamaðurinn með barnshjartað, Dynjandi einn af fegurri fossum landsins, og safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri, í Reykjafirði er heit sundlaug og náttúrulaug, margar fallegar styttri og lengri gönguleiðir auk heillandi skeljasandsfjara vítt og breitt um svæðið.


Verð

Verð 2024

Fullorðnir fyrir 18 og eldri: 1.775 kr. á mann
Eldri borgarar og öryrkjar: 1.420 kr. á mann
Börn að 18 ára: Frítt

3 nætur dvöl: 3.720 kr á mann
4 nætur dvöl: 4.955 kr. á mann
5 nætur dvöl: 6.190 kr. á mann
6 nætur dvöl: 7.430 kr. á mann
Vikudvöl: 7.665 kr. á mann

Rafmagn hvern sólarhring: 1.525 kr
Þvottavél og þurrkari saman: 1.655 kr

Gestir á tjaldsvæði fá 25% afslátt af aðgangi að heitum potti/sundlaug
Á gistinótt bætist við gistináttaskattur eins og hann er hverju sinni