"

Skaftafell

Þjóðgarðurinn í Skaftafelli var stofnaður 1967 en síðan 2008 hefur Skaftafell verið hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Í Skaftafelli er að finna margar og fjölbreyttar gönguleiðir við allra hæfi. Gífurlega fallegt landslag er allt í kring og stutt að fara að jöklum eða ganga á fjöll.


Þjónusta í boði

  • Opið allt árið
  • Heitt vatn
  • Aðgangur að neti
  • Þvottavél
  • Losun skolptanka
  • Gönguleiðir
  • Salerni
  • Kalt vatn
  • Aðgengi fyrir hjólastóla
  • Sturta
  • Hundar leyfðir
  • Rafmagn

Lýsing á aðstöðu

Tjaldsvæðið er rúmgott og nokkur gróður í kring. Tjaldsvæðinu í Skaftafelli er skipt í nokkur smærri svæði. Sérstakt svæði er fyrir húsvagna og svefnbíla með aðgengi að rafmagni. Akandi umferð inn á tjaldsvæðið er aðeins leyfð milli kl 7:00 til 23:00
Í Skaftafellstofu er upplýsingamiðstöð, minjagripaverslun og veitingasala. Þar er einnig, póstkassi og aðgangur að fríu interneti.

Tjaldsvæðinu er skipt upp í flatir með limgerðum: Flatir sem hægt er að keyra inn á og tengjast rafmagni eru: Ugluflöt (A), Spóaflöt (B), Rjúpnaflöt (C) og Mávaflöt (D).
Einnig er hægt að aka inn á flöt Lóuflöt (E), en þar er ekki rafmagn.
Þrjár flatir eru eingöngu fyrir tjöld, það er ekki ekið inn á þær: Kjóaflöt (F), Hrafnaflöt (G) og Fálkaflöt (H).

Gestir á tjaldsvæðinu í Skaftafelli eru beðnir um að hafa eftirfarandi í huga:
- Sýnum öðrum gestum þjóðgarðsins fyllstu kurteisi og tillitssemi í hvívetna. Njótum fuglasöngs og kyrrðar náttúrunnar og spillum henni ekki með háværum tónlistarflutningi eða háreysti. Gætum hófs þegar áfengi er haft um hönd.
- Næturfriður skal ríkja á tjaldsvæðum þjóðgarðsins frá kl. 23:00 til 07:00.
- Óheimilt er að afla eldiviðar innan marka þjóðgarðsins. Gæta skal þess að skapa hvorki eldhættu né valda gróðurskemmdum með ógætilegri meðferð kolagrilla, gasgrilla eða annarra eldunartækja. Forðast skal að spilla gróðri með því að hella niður heitu vatni eða óhreinu.
- Gæludýr eru leyfileg á tjaldsvæðum þjóðgarðsins séu þau í tryggri vörslu umráðamanna sinna. Hundar skulu ávallt vera í bandi. Gæta skal þess að gæludýr valdi ekki truflun á lífríki þjóðgarðsins eða valdi gestum ónæði.
- Ávallt skal ganga snyrtilega um tjaldsvæðið og nágrenni þess. Sorp og annan úrgang skal setja í þar til gerð ílát og flokka ef þess gefst kostur (sorpflokkunarstöð er við Skaftafellsstofu). Flöskur og dósir með skilagjaldi má setja í þar til gerð búr en ágóði af þeim rennur óskiptur til Björgunarsveitarinnar Kára í Öræfum.


Verð

Verð 2023


Flatir E, F, G og H - Óheimilt að aka inn á þessar flatir

3.000 kr - Lítið tjald (1-2 pers.)
2.400 kr - Eldri borgarar og öryrkjar

4.000 kr - Stórt tjald (3-6 pers.)
3.200 kr - Eldri borgarar og öryrkjar

Flatir B og D - Aðgengi fyrir bíla og að rafmagni – ekki hólfaskipt

5.000 kr. - Án rafmagns: Húsbíll/hjólhýsi/fellihýsi/tjaldvagn/topptjald/tjald (1- 6 pers.)
4.000 kr - Eldri borgarar og öryrkjar

7.000 kr - Með rafmagni: Húsbíll/hjólhýsi/fellihýsi/tjaldvagn/topptjald/tjald (1-6 pers.)
5.600 kr - Eldri borgarar og öryrkjar

Flatir A og C – Aðgengi fyrir bíla, hólfaskipt og gott aðgengi að rafmagni

7.000 kr - Með rafmagni: Húsbíll/hjólhýsi/fellihýsi/tjaldvagn/topptjald/tjald (1-6 pers.)
5.600 kr - Eldri borgarar og öryrkjar

• Gjaldið miðast við gistingu í stæði í eina nótt.
• Í hverju stæði má vera ein gistieining og allt að sex gestir, nema annað sé tekið fram.
• Stæði eru ýmist með aðgengi að rafmagni*eða án rafmagns.
• Innifalið í tjaldsvæðisgjaldi er aðgangur að sturtu, þvottavél og þurrkara (Skaftafell).
• Eldri borgurum (67 ára og eldri) og öryrkjum er veittur 20% afsláttur af gistigjöldum.
*Athuga þarf að rafmagnstenging er einungis ætluð fyrir rafmagnstæki innan stæðis. Óheimilt er að nýta umræddar tengingar til að hlaða bifreiðar, kerfin eru hvorki nógu öflug né örugg fyrir slíka hleðslu.