"

Stokkseyri

Stokkseyri er lítið þorp við suðurströndina sem er þekkt fyrir fuglalíf og stórbrotna og fagra fjöru þar sem skiptast á skeljasandur, sker, flúðir og lón. Öflugt lista- og menningarlíf er á svæðinu, þar sem vinnustofur, sýningarsalir og söfn leynast víða, auk handverks af ýmsu tagi.


Þjónusta í boði

  • Leikvöllur
  • Sundlaug
  • Gönguleiðir
  • Salerni
  • Hundar leyfðir
  • Rafmagn

Lýsing á aðstöðu

Stokkseyri er lítið þorp við suðurströndina sem er þekkt fyrir fuglalíf og stórbrotna og fagra fjöru þar sem skiptast á skeljasandur, sker, flúðir og lón. Öflugt lista- og menningarlíf er á svæðinu, þar sem vinnustofur, sýningarsalir og söfn leynast víða, auk handverks af ýmsu tagi.

Dæmi um söfn og gallerí eru Veiðisafnið, Draugasetrið, Orgelsmiðjan, Álfa,- trölla- og norðurljósasetrið, en svo eru Gallerí Svartiklettur og Gallerí Gimli.
Kaffihúsið Kaffi Gott er fallegt kaffihús sem er með gæðakaffi og dásamlegar heimabakaðar kræsingar svo er einnig verslunin Skálinn en þar er hægt að versla eldsneyti og helstu nauðsynjavörur auk veitinga. Ekki má gleyma hinum margrómaða veitingastað Fjöruborðið, en þar fæst meðal annars heimsklassa humar og humarsúpa. Sundlaug Stokkseyrar er lítil og notaleg laug þar sem eru 2 heitir pottar og vaðlaug fyrir börnin, auk rennibrautar. Laugin er opin alla daga yfir sumartímann. Ýmis önnur afþreying er í þorpinu, til dæmis
eru skemmtilegar gönguleiðir víða. Hægt er að skella sér á kajak hjá Kajakaferðum.

Vor í Árborg, er hátíð sem haldin er í maí og svo Bryggjuhátíð aðra helgina í júlí. Einnig eru fleiri hátíðir í nágrenninu sem stutt er að skjótast á yfir daginn. Hægt er að veiða í Hraunsá, Bakkahestar eru með hestaferðir, Hólaborg býður uppá ýmsar skemmtilegar afþreyingar og svo er auðvelt að komast í tengsl við dýralíf þar sem víða eru hestar á beit, kindur og jafnvel kýr.
Tjaldsvæðið á Stokkseyri er mikið endurbætt svæði þar sem salernisaðstaða hefur fengið yfirhalningu og sett hefur verið upp losunaraðstaða fyrir húsbíla. Sturtur og þvottavél, stórt útigrill sem hentar vel fyrir hópa eru á svæðinu og nóg af rafmagnstenglum.
Leikvöllur er fyrir börnin. Frisbee golfvöllur liggur útfrá tjaldsvæðinu.
Göngustígur liggur frá tjaldsvæðinu beint inn í miðbæ Stokkseyrar. Strætó gengur milli Eyrarbakka, Selfoss og Stokkseyrar alla virka daga svo stutt er í aðra afþreyingu á svæðunum í kring.

Opnunartími

Opið 15/5 – 15/9


Verð

Verð 2023

Verð fyrir fullorðna: 1800 kr.
Verð fyrir börn: frítt fyrir börn undir 16 ára
Öryrkjar og eldri borgarar: 1000 kr
Rafmagn: 1300 kr sólahringurinn.
Sturtur 200 kr í 50króna peningum - hægt að fá skiptimynt hjá tjaldverði
Þvottavél frítt
Öll kort samþykkt og við tökum við útilegukortinu
Einnig seljum við útilegukortið á 24900 kr