Skjólsælt tjaldsvæði við sjávarkambinn með ótrúlegt útsýni útá fjörðinn. staðsett á Þingeyrarodda.
Tjaldsvæðið á Þingeyri tók í notkun nýtt þjónustuhús sumarið 2018, þar er að finna rúmagóðar sturtur, salerni og eldunaraðstöðu. Gott aðgengi fyrir fatlaða.
Svæðið bíður uppá þó nokkra möguleika, hægt er að koma sér fyrir í skjóli trjáa, eða koma sér vel fyrir rétt hjá fjöruborðinu og hlusta á brimið. Gott aðgengi í rafmagn er á svæðinu.
Tjaldsvæðið liggur upp að íþróttamiðstöð Þingeyrar, þar er staðsett innilaug, heitur pottur, sauna, líkamsrækt og kalt kar. Einnig er strandblaksvöllur og stór ærslabelgur fyrir yngri kynslóðina.
Glæsilegur 9 holu golf völlur er í 4km fjarlægð frá svæðinu og ótal glæsilegar gönguleiðir.
Verð 2024
Fullorðinn (16 ára og eldri) kr. 2010,-
Fjórða nóttin frí
Aldraðir/öryrkjar kr. 1410,-
Fjórða nóttin frí
Rafmagn á sólahring kr 1380,-
Þvottavél/þurrkari kr. 1170,-
Gistináttaskattur á haus kr 333,-