Tjaldsvæði með forbókun
Hér finnur þú þau tjaldsvæði sem geta tryggt þér forbókun með Parka.
Ásbyrgi
Í Ásbyrgi er annað af tveimur tjaldsvæðum Vatnajökulsþjóðgarðs í Jökulsárgljúfrum, í Vesturdal er minna tjaldsvæði.
Egilsstaðir
Tjaldsvæðið á Egilsstöðum er opið allt árið. Tjaldsvæðið er miðsvæðis í bænum í klettaskjóli við Kaupvang, steinsnar frá helstu verslunar- og þjónustuaðilumá Egilsstöðum. Meira

Skaftafell
Tjaldsvæðið er rúmgott og nokkur gróður í kring. Tjaldsvæðinu í Skaftafelli er skipt í nokkur smærri svæði.
Eyjafjarðarsveit
Tjaldsvæðið í Eyjafjarðarsveitar er vel staðsett í Eyjafirði. Þar er aðstaðan góð og sundlaug við hlið svæðisins.
Áhugaverð tjaldsvæði
Hér eru nokkuð áhugaverð tjaldsvæði að finna
Þórisstaðir
Á tjaldsvæðinu Þórisstöðum er stórt og gott fjölskyldusvæði. Þar er góð hreinlætisaðstaða, kolagrill, rafmagn og fótboltavöllur ásamt fleiru.
Buðardalur
Tjaldsvæðið er í miðju Búðardals og er á vinstri hönd þegar komið er inn í Búðardal úr suðri eftir þjóðvegi nr. 60. Tjaldsvæðið er skjólgott í fallegum trjálundi.
Ásbrandsstaðir
Tjaldsvæðið Ásbrandsstaðir er vel staðsett, aðeins um 8 km frá Vopnafirði.
Kirkjuhvammur, Hvammstanga
Tjaldsvæðið Kirkjuhvammur er á skemmtilegum stað fyrir ofan Hvammstanga. Svæðið er stórt og gott með frábæra aðstöðu.
Áhugaverðir flokkar
Hefur þú skoðað þessi sérstöku tjaldsvæði?