"

Bíldudalur

Tjaldsvæðið á Bíldudal er staðsett niðri við sjó við íþróttahúsið Byltu. Tjaldsvæðið er búið salernum, köldu og heitu vatni, þvottavél og þurrkara. Rafmagn og seyrulosun er fyrir húsbíla, og ruslagámar eru á staðnum. Í íþróttahúsinu er góð baðaðstaða og heitur pottur.


Þjónusta í boði

  • Leikvöllur
  • Kalt vatn
  • Golfvöllur
  • Salerni
  • Hundar leyfðir
  • Gönguleiðir

Lýsing á aðstöðu

Á Bíldudal er fjölbreytt afþreying í boði þar sem er að finna hið einstaka Skrímslasetur og tónlistarsafnið Melódíur minninganna. Hægt er að komast í styttri og lengri skipulagðar ferðir útfrá Bíldudal, siglingu og sjóstöng. Margir fallegir og áhugaverðir staðir eru allt í kring sem vert er að skoða m.a. Selárdal þar Gísli í Uppsölum bjó og Samúel Jónsson listamaðurinn með barnshjartað, safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri.

Hin stórfenglega náttúra svæðisins býður upp á óþrjótandi möguleika á eigin vegum en einnig er hægt er að komast í margvíslegar skipulagðar ferðir um svæðið, styttri og lengri gönguferðir, rútuferðir, siglingu og sjóstöng, einn af fegurri fossum landsins, Dynjandi, er í Arnarfirði, í Reykjafirði er heit sundlaug og náttúrulaug, Rauðisandur við Breiðafjörð, Minjasafn Egils Ólafssonar í Örlygshöfn, Látrabjarg stærsta fuglabjarg Evrópu, auk heillandi skeljasandsfjara vítt og breitt um svæðið.


Verð

Verð 2024

Fullorðnir fyrir 18 og eldri: 1.775 kr. á mann
Eldri borgarar og öryrkjar: 1.420 kr. á mann
Börn að 18 ára: Frítt

3 nætur dvöl: 3.720 kr á mann
4 nætur dvöl: 4.955 kr. á mann
5 nætur dvöl: 6.190 kr. á mann
6 nætur dvöl: 7.430 kr. á mann
Vikudvöl: 8.665 kr. á mann

Rafmagn hvern sólarhring: 1.525 kr
Þvottavél og þurrkari saman: 1.655 kr