"

Blágil

Til að komast að Blágiljum þarf að keyra Lakaveg (F206) þar sem eru nokkrar óbrúaðar ár og er því aðeins fært þangað á góðum jeppum.
Við tjaldsvæðið er fjallaskáli með svefnpokaplássi fyrir 16 manns og eldhúsaðstöðu, salerni og sturtu.
Kalt vatn er á tjaldsvæðinu og nota tjaldgestir vatnsalerni í skálanum. Tjaldgestir geta einnig notað sturtuaðstöðuna í skálanum en fyrir það þarf að greiða sérstaklega.
Nánari upplýsingar og bókanir fyrir Blágiljaskála eru á Gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri, sími 4874620 og/eða klaustur@vjp.is.
Tjaldsvæðið er nálægt Lakasvæðinu sem er hluti Vatnajökulsþjóðgarðs og þar eru fallegar gönguleiðir. Á fræðslutímabili Vatnajökulsþjóðgarðs eru fræðslugöngur frá Laka og við hvetjum ykkur til að spyrja landverði um þær. Tjaldsvæðið er opið yfir sumartímann.


Þjónusta í boði

  • Kalt vatn
  • Hundar leyfðir
  • Sturta
  • Gönguleiðir

Lýsing á aðstöðu

Kalt vatn
Gönguleiðir
Hundar leyfðir
Sturta gegn gjaldi

Opnunartími

Opið yfir sumarið.


Verð

Verðskrá 2024

Fullorðnir: 2.500 kr
Eldri borgarar og öryrkjar: 2000 kr
Börn 15 ára og yngri: frítt

Gistináttagjald pr. tjald: 333 kr
Sturta: 500 kr
Aðstöðugjald. 500 kr