"

Blönduós

Tjaldsvæðið er nokkuð slétt og gróið þó að nýjasti hluti þess sé ekki vel gróin. Skjólgott er á efri hlutanum en neðri hlutinn (nær ánni) fer undir sumarbústaði


Þjónusta í boði

  • Opið allt árið
  • Salerni

Lýsing á aðstöðu

Tjaldsvæðið er staðsett á hægri hönd strax eftir að komið er yfir brúnna á leið norður.
Tjaldsvæðið er nokkuð slétt og gróið þó að nýjasti hluti þess sé ekki vel gróin. Skjólgott er á efri hlutanum en neðri hlutinn (nær ánni) fer undir sumarbústaði. Öryggismyndavélar hafa verið settar upp á tjaldsvæðinu til að tryggja öryggi gesta. Bæði eru það öryggismyndavélar sem taka mynd af þeim sem koma keyrandi inn á svæðið en einnig yfirlitsvélar yfir allt svæðið.

Aðstaðan á tjaldsvæðinu er góð en þar er rafmagn og í þjónustuhúsinu er heitt og kalt vatn og góð salernis aðstaða. Þar er einnig salerni fyrir fatlaða. Þá er uppvöskunaraðstaðan góð þar.


Verð

Verð 2024

Fullorðnir: 2.000 kr
Gistináttaskattur per eining: 333 kr
Frítt inn fyrir 14 ára og yngri í fylgd með forráðamanni
Rafmagn: 1.000 kr á nóttu

Innifalið í verðinu er: Afnot af salerni og sturtu. Einnig er aðstaða til að losa vatnið úr húsbílum.