"

Búðardalur

Dalir eru fjölskylduvænn áfangastaður, þar er að finna söguslóðir Laxdælu, Sturlungu og Eiríkssögu rauða. Heimsóknir á sveitabæi, silungsveiði í vötnum, góðar gönguleiðir, fuglaskoðun, söfn og sýningar og margt, margt fleira.


Þjónusta í boði

  • Ærslabelgur
  • Leikvöllur
  • Heitt vatn
  • Hestaleiga
  • Sturta
  • Hundar leyfðir
  • Eldunaraðstaða
  • Heit sturta
  • Opið allt árið
  • Salerni
  • Kalt vatn
  • Þvottavél
  • Losun skolptanka
  • Veitingahús
  • Grill
  • Rafmagn

Lýsing á aðstöðu

Nýtt þjónustuhús með heitu og köldu vatni, sturtu og þvottaaðstöðu. Aðgangur að rafmagni og losun fyrir þurrsalerni. Í nágrenninu er verslun, banki, veitingasala, kaffihús, íþróttavöllur, sparkvöllur og leikvöllur.

Bætt verður við inniaðstöðu sumarið 2020 sem er 20 feta kaffistofugámur með eldunaraaðstöðu.

Í Leifsbúð er sýning um landafundi víkinga í Vesturheimi og kaffihús. Þar er líkan af Dalabyggð þar sem merktir hafa verið inn merkir sögustaðir.
Sundlaugin á Laugum í Sælingsdal er í 18 km fjarlægð.


Verð

Verð 2024

Verð fyrir fullorðna: 2.000 kr.
Aldraðir og öryrkjar: 1.500 kr
Verð fyrir börn: Frítt fyrir yngri en 15 ára í fylgd með forráðamanni.
Rafmagn: 1.000 kr (500 kr frá og með degi no 2)
Þvottavél: 500 kr
Þurrkari: 500 kr
Notkun á eldavél: 500 kr
Sturta: Frítt fyrir gesti.