Á Djúpavogi er mjög gott tjaldsvæði sem er staðsett í kjarna bæjarins. Frá tjaldsvæðinu er frábært útsýni yfir höfnina og víðar. Þá er öll helsta þjónusta í bænum í innan við 500 m fjarlægð frá tjaldsvæðinu.
Á Djúpavogi er gott tjaldsvæði sem er staðsett í hjarta bæjarins. Í þjónustuhúsinu er eldunaraðstaða, setustofa, þvottavél/þurrkari, auk þess er aðstaða til losunar/áfyllingar fyrir húsbíla og rafmagn. Hægt er að kaupa aðgang að interneti.
Á tjaldsvæðinu bjóðum við upp á gistingu í smáhýsumi, gestir koma með allt það sem þeir myndu vanalega nota til þess að tjalda en í stað þess að gista í tjaldi er gist í notalegu litlu smáhýsi.
Frá tjaldsvæðinu er fallegt útsýni yfir höfnina og víðar. Þá er öll helsta þjónusta í bænum innan við 500 m fjarlægð frá tjaldsvæðinu, sundlaug, verslun, söfn, veitingarstaðir og kaffihús o.f.l.
Skemmtilegar gönguleiðir í nágrenninu og stutt til fjalls og fjöru.
Afgreiðsla er á Hótel Framtíð.
Tjaldsvæðið er opið allt árið, enn takmörkuð þjónusta er yfir vetrarmánuðina: Desember-Febrúar.
Verð 2024
Verð fyrir fullorðna: 2.100 kr
Aldraðir og öryrkjar: 1.800 kr
Gistináttaskattur per eining: 333 kr
Þriðja gistináttin frí
Verð fyrir börn: Frítt fyrir 14 ára og yngri.
Rafmagn: 1.400 kr
Þvottaaðstaða: 1.050 kr pr 90 mín
Sturta: 300 kr
Internet pr mann: 500 kr dagurinn