"

Egilsstaðir

Tjaldsvæðið á Egilsstöðum er opið allt árið um kring. Tjaldsvæðið á Egilsstöðum www.campegilsstadir er miðsvæðis á Egilsstöðum undir fallegu hamrabelti, steinsnar frá helstu verslunar- og þjónustuaðilum á Egilsstöðum. Mikið úrval verslana og veitingastaða er á svæðinu og mikið af þjónustufyrirtækjum sem þjónusta jafnt ferðamenn sem íbúa. Mikil náttúrufegurð er í næsta nágrenni sem gerir Egilsstaði að tilvöldum stað til að gista á og ferðast þaðan í dagsferðir til annarra staða á Austurlandi og koma til baka til að njóta t.d. fjölbreyttar veitingaflóru bæjarins. Þannig er stutt að fara t.d. í Hallormsstaðaskóg, Hengifoss, Skriðuklaustur, Óbyggðasetrið, Seyðisfjörð, Borgarfjörð eystri, Stuðlagil og á Eiðar. Heitar laugar er hægt að nálgast í Vök Baths í 4 km fjarlægð og Laugarfell á hálendinu en aðeins 1km er í sundlaug Egilsstaða og ærslabelg frá tjaldsvæðinu. Hellir leynist bak við Fardagafoss sem er í 5 mín aksturfjarlægð (20-30 mín ganga). Egilsstaðir er af mörgum kallaðir höfuðstaðir Austurlands, þar af búa um 2.300 á Egilsstöðum og um 450 manns í Fellabæ sem gerir þetta svæði að stærsta þéttbýliskjarna á Austurlandi.


Þjónusta í boði

  • Ærslabelgur
  • Náttúrulaug
  • Þurrkari
  • Salerni
  • Kalt vatn
  • Þvottavél
  • Losun skolptanka
  • Rafmagn
  • Hellir
  • Opið allt árið
  • Leikvöllur
  • Heitt vatn
  • Aðgangur að neti
  • Sturta
  • Hundar leyfðir

Lýsing á aðstöðu

Öll helsta aðstaða er fyrir hendi á tjaldsvæðinu. Þjónusturýmið, sem er opið 24/7, er með aðstöðu algjörlega til fyrirmyndar. Innandyra er eldhús með 8 hellum, örbylgjuofni, brauðrist og hraðsuðukatli. Einnig er aðgangur að almenningsþvottahúsi allan sólarhringinn (hægt að borga með korti eða pening) (9 þvottavélar og 9 þurrkarar). Þar eru 7 sturtur og 14 salerni (einnig fyrir fatlaða). Setustofa með borðum, stólum og sófa þar sem hægt er að snæða eða kaupa kaupa ís og ferðavörur ásamt því að þar er gos- og kaffi/kakósjálfssali. Hægt er að fá lánaða hárþurrku og leigja/kaupa handklæði. Utandyra er aðgangur að rafmagni, leiktæki fyrir börn, útiborð, bekkir, útiskýli og aðstaða til að vaska upp.

Móttaka tjaldsvæðisins er opin frá 7:00-23:00 frá byrjun júní til enda ágúst með styttri opnunartíma hina mánuðina.

Upplýsingamiðstöðin – opnunartímar 2025:

1. maí – 31. maí er opið frá 8:30-15:00 (alla virka daga)

1. júní – 31. ágúst er opið frá 8:00-17:00 (alla daga)

1. sept – 30. sept. er opið frá 8:30 – 15:00 (alla virka daga)

Örstutt í alla þjónustu, veitingastaði. Tehúsið (bar og kaffihús) er í hinum enda húsnæðis tjaldsvæðisins https://www.facebook.com/tehusidhostel/?locale=is_IS

Ærslabelgur og sundlaugin á Egilsstöðum er aðeins 1 km í burtu frá tjaldsvæðinu


Verð

Verð 2025

Einstaklingar 13-66 ára: 2.750 kr.
Ellilífeyrisþegar 67 ára+ og öryrkjar: 2.000 kr.
Frítt fyrir 12 ára og yngri.
Rafmagn: 2.000 kr. pr. sólahringur.
Þvottavél: 1250 (þvottaefni innifalið)
Þurrkari: 1250 kr. (hægt að greiða með korti eða peningum)
WIFI: frítt
Gistináttaskattur 400 krónur bætist sjálfkrafa við hverja nótt

Sturtur og WC eru innifalið í tjaldsvæðagjaldinu.