Til að komast að Blágiljum þarf að keyra Lakaveg (F206) þar sem eru nokkrar óbrúaðar ár og er því aðeins fært þangað á góðum jeppum.
Við tjaldsvæðið er fjallaskáli með svefnpokaplássi fyrir 16 manns og eldhúsaðstöðu, salerni og sturtu.
Kalt vatn er á tjaldsvæðinu og nota tjaldgestir vatnsalerni í skálanum. Tjaldgestir geta einnig notað sturtuaðstöðuna í skálanum en fyrir það þarf að greiða sérstaklega.
Nánari upplýsingar og bókanir fyrir Blágiljaskála eru á Gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri, sími 4874620 og/eða klaustur@vjp.is.
Tjaldsvæðið er nálægt Lakasvæðinu sem er hluti Vatnajökulsþjóðgarðs og þar eru fallegar gönguleiðir. Á fræðslutímabili Vatnajökulsþjóðgarðs eru fræðslugöngur frá Laka og við hvetjum ykkur til að spyrja landverði um þær. Tjaldsvæðið er opið yfir sumartímann.
Kalt vatn
Gönguleiðir
Hundar leyfðir
Sturta gegn gjaldi
Opening time
Prices 2024
Adults: 2500 ISK
Seniors (67+) and disabled: 2000 ISK
Children 0-16 years: Free
Accommodation tax per accommodation unit (per tent) 333 ISK
Shower: 500 ISK
Facility fee 500 ISK