"

Eyjafjarðarsveit

Tjaldsvæðið Hrafnagili er fjölskylduvænt tjaldsvæði með mjög góða aðstöðu. Þar eru sparkvöllur, íþróttavöllur og leiksvæði ásamt sundlaug. Aðstaðan er góð .


Þjónusta í boði

  • Leikvöllur
  • Þvottavél
  • Sturta
  • Rafmagn
  • Salerni
  • Sundlaug
  • Gönguleiðir

Lýsing á aðstöðu

Frá 20. september 2023 til 1. maí 2024 verður ekkert vatn á tjaldstæðinu í Hrafnagilshverfi. Hægt er að nýta sér salerni og sturtu í sundlauginni á opnunartíma hennar sem er mánudaga til fimmtudaga kl. 7.30 - 8 og 14 - 22, föstudaga kl. 7.30 - 8 og 14 - 19 og um helgar frá kl. 10 - 19.

Fjölskyldutjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar er staðsett við Hrafnagilsskóla 10 km innan við Akureyri. Þar er mjög gróðursælt og náttúrufegurð mikil. Gestir eru lausir við skarkalann en eru samt sem áður mjög nálægt allri þjónustu. Fjölbreyttar gönguleiðir eru í nágrenninu. Fullkomin hreinlætisaðstaða er við tjaldsvæðið. Hundar eru velkomnir á svæðið og skilyrði að þeir séu ávallt í bandi utandyra.

Stutt er í Jólagarðinn, þar er hægt að finna jólaandann allan ársins hring. Í Eyjafjarðarsveit er Hælið, sem er setur um sögu berkla á Íslandi, Holtsels Hnoss býður upp á heimatilbúinn ís og ýmsar vörur frá Beint frá býli. Einnig má nefna hið einstaka Smámunasafn, golfvöllinn að Þverá, Brúnir Horse sem býður upp á hestasýningar og listsýningar og gallerý þar sem handverk er til sölu og fleira. Dyngjan listhús er einstakur staður, skammt frá Holtseli og veitingastaðurinn Lamb Inn býður upp á ekta sveitamatseðil með lambið í forgrunni. Fjölmargir skógarreitir eru í sveitinni með gönguleiðum og þá eru nokkrar stikaðar gönguleiðir á fjöll á svæðinu.

Aðstaðan er góð en á svæðinu er rafmagn, heitt og kalt vatn, salerni, sundlaug, þvottavél og leiksvæði sem saman stendur af sparkvelli og ærslabelg. Þá verður nýr útikörfuboltavöllur opnaður sumarið 2023. Íþróttavöllurinn er einungis til afnota fyrir Ungmennafélagið Samherja sem staðsett er í Eyjafjarðarsveit.

Opnunartími

Opið frá 15.maí - 30. september


Verð

Verð 2023

Verð fyrir fullorðna: 1.600 kr á mann
Verð fyrir börn, 17 ára og yngri: Frítt í fylgd með forráðamönnum
Rafmagn: 1.000 kr á dag