"

Ferðaþjónustan Svínafelli

Allir gestir á tjaldsvæðinu hafa aðgang að þjónustuhúsinu Skála, en þar eru baðherbergi og sturtur ásamt eldunaraðstöðu í sal þar sem gestir nota eigin áhöld til að elda og matast.

Ekki er tekið við fyrirfram bókunum á tjaldstæði.

Ekki er unnt að fá rafmagn fyrir bíla eða ferðavagna á tjaldsvæðinu.


Þjónusta í boði

  • Smáhýsi til útleigu
  • Þvottavél
  • Svefnpokapláss
  • Heitt vatn
  • Sturta
  • Aðgangur að neti
  • Eldunaraðstaða
  • Salerni
  • Kalt vatn
  • Þurrkari

Lýsing á aðstöðu

Í kjallaranum í móttökuhúsinu má finna þvottavél og þurrkara ásamt snúrum. Vélarnar ganga fyrir 50kr peningum og þarf 9x 50kr í þvottavélina og 6x 50kr í þurrkarann. Í móttökuhúsinu má einnig tengjast fríu wifi.

Opnunartími

1. maí - 30. sept


Verð

1700kr á manninn fyrir 14 ára og eldri.
Frítt fyrir 13 ára og yngri.
Sturtur innifaldar.