"

Fossatún

Lýsing tjaldsvæði

Fossatún er staðsett miðja vegu milli Borgarness og Reykholt í miðjum Borgarfirði. Umhverfi og náttúra er einstaklega fallegt á bökkum Grímsár og við Blundsvatn. Svo blasir borgfirski fjallahringurinn við með Skarðsheiðina og Baulu í broddi fylkingar.

Tröllagarðurinn er göngu- leik- og útivistarsvæði, sem nýtur mikilla vinsælda sem áfangastaður í Borgarfirði. Undanfarið hefur verið unnið að skipulagi svæðisinis og það samanstendur nú af trölla- og þjóðlagagöngu ásamt tröllaleikjum, s.s. tröllafet, tröllaspark, tröllaorð o.fl. sem stuðlar að skemmtilegri og fjölskylduvænni samveru í fallegri náttúru.

Viðbót tjaldsvæðisins og Tröllagarðsins við veitinahúsið og hina fjölbreyttu gistiaðstöðu þ.e. tjaldsvæði, svefnpokagisting, gistiheimili og hótelgisting, skapar Fossatúni algjöra sérstöðu í ferðaþjónusturekstri auk þess sem tröllabókarskrif og tónlistartenging eigenda hefur mótað umhverfið og virkar sem aðdráttarafl.


Þjónusta í boði

  • Golfvöllur
  • Leikvöllur
  • Þvottavél
  • Svefnpokapláss
  • Sturta
  • Rafmagn
  • Veitingahús
  • Sundlaug
  • Salerni

Lýsing á aðstöðu

Tjaldsvæðið í Fossatúni er fjölskyldutjaldsvæði – svæðið er hólfað niður í 8 hólf aðskilin með háum skjólbeltum.
Aðaláherslan er á útleigu hópstæða en 6 af 8 hólfum svæðisins eru ætluð fyrir lágmark 4 einingar. Tvö hólf eru ætluð fyrir stakar einingar annað með rafmagnstenglum hitt án.
Greitt er fyrir einingar þ.e. 1 eining er t.d. hjólhýsi, húsbíll, fellihýsi eða tjald. Pantanir í hópstæði miðast við að lágmark 4 einingar. Hægt er að fá leyfi til að fjölga um 2 einingar gegn viðbótargjaldi. Lágmarksgjald (brútto þ.e. án afsláttar Troll10) m.v. 4 einingar er 20.000 og 5000 bætist við fyrir hverja viðbótareiningu. Lágmarkseiningar eru pantaðar í bókunarkerfi og en gert upp fyrir viðbótareiningar við komu.Miðað er við að í hverri einingu séu að hámarki 2 fullorðnir og 3 börn.

Pantanir eru gerðar í gegnum bókunarkerfið á þessari heimsíðu. 10% afsláttur reiknast af uppgefnu verði þegar valinn er Troll voucher og 20% afsláttur reiknast ef pantaðar eru 3 nætur eða fleiri.
Hundar eru leyfðir og eigendur þeirra ábyrgir fyrir að hafa þá í taumi og að þeir trufli ekki aðra gesti.
Salernisaðstaða er í þjónustuhúsinu þar sem sturtur og heitir pottar eru. Viðbótarsalernisaðstaða og útivaskur er við hólf 8.
Innifalið í tjaldsvæðisgjaldi er aðgengi að sturtum, heitum pottum, leiksvæðum, mini golfi og tröllagarðinum. Aðgengi að eldunaraðstöðu er ekki innifalið. Aðgengi er að þvottavél og þurkara gegn gjaldi.

Veitingastaður: Rock´n´Troll Kaffi er á svæðinu og þar er í boði: morgunverður, kaffiveitingar og kvöldverður. Æskilegt er að panta þjónustu fyrirfram.

Ætlast er til að gestir sýni tillitssemi og frá 24 til 09 er stranglega bannað að vera með hávaða eða valda ónæði.

Annað:
Með því að panta hólf eða stæði tryggja gestir sér rými og næði og sleppa við átroðning þegar brestur á með blíðu.


Verð

Verð 2020

Verð f. þvottavél:
500

Verð f. þurrkara:
500

Verð pr tjald:
5000 með rafmagni 4000 án rafmagns

Verð pr fellihýsi:
5000 með rafmagni 4000 án rafmagns

Verð pr hjólhýsi:
5000 með rafmagni 4000 án rafmagns

Verð pr húsbíl:
5000 með rafmagni 4000 án rafmagns.