Tjaldsvæðið á Garðskaga er á milli Garðskagavitanna tveggja. Það býður upp á náttúrufegurð og frábært útsýni yfir Faxaflóa og Atlantshafið. Tjaldsvæðið er á sjávarbakkanum og er einn besti fuglaskoðunnarstaður landsins. Einnig má oft sjá hvali rétt undar ströndinni og svo eru skemmtilegar gönguleiðir eftir mjög svo ólíkum strandlengjum sitt hvoru megin við Garðskaga.
Tjaldsvæðið er lág þjónustu tjaldsvæði. Þar er hægt að tjalda, gista í bílum, tjaldvögnum, húsbílum eða hjólhýsum. Þar er góð salernisaðstaða, uppvöskunnar aðstaða úti, losunaraðstaða fyrir salernistanka og rafmagn. Ekki er boðið upp á sturtur, þvottaaðstöðu eða innisvæði.
Við tjaldsvæðið er hins vegar veitingastaðurinn Röstin, byggðasafnið á Garðskaga og Garðskagaviti með norðurljósa- og hvalasýningum. Frábær staður til að njóta góðs matar, afþreyingar og stórkostlegs útsýnis í náinni snertingu við náttúruna.
Tjaldsvæðið er opið allt árið. Greiða má fyrir gistinguna í Veitingastaðnum Röstinni á opnunartíma eða í gegnum netið með parka.is/gardskagi
Frekari upplýsingar í síma; 893 8909 eða 777 9847
Ekki er hægt að bóka pláss fyrir einstaka apila eða smærri hópa. Allir velkomnir. Tjaldstæðið er stórt og alltaf nóg pláss.
Opnunartími
Verð 2024 Fullorðnir: 1.700 kr. Lodging tax per unit: 333 ISK Rafmagn: 1.000 kr.
Verð fyrir fullorðna: 1.700 ISK
Verð fyrir börn (0-12 years): frítt
Rafmagn: 1.000 ISK á sólarhring