"

Selfoss - Gesthús

Tjaldsvæðið er staðsett á góðum stað á Selfossi og er stórt. Þjónustuhús með góðri aðstöðu er á staðnum.


Þjónusta í boði

  • Opið allt árið
  • Salerni
  • Kalt vatn
  • Heitur pottur
  • Sundlaug
  • Losun skolptanka
  • Eldunaraðstaða
  • Rafmagn
  • Leikvöllur
  • Heitt vatn
  • Aðgangur að neti
  • Þvottavél
  • Sturta
  • Hundar leyfðir
  • Farfuglaheimili

Lýsing á aðstöðu

Gestir hafa aðgang að góðri tjaldmiðstöð með snyrtingum, sturtum, eldurnaraðstöðu og stórum matsal. Í og við þjónustumiðstöðina er í boði frítt þráðlaust internet. Þvottavél og þurrkari eru á svæðinu sem gestir geta notað gegn vægu gjaldi.

Tjaldsvæðið skiptist í tvö aðskilin svæði, annars vegar fyrir tjöld og hins vegar fyrir húsbíla, tjaldvagna og fellihýsi með aðgangi að rafmagni. Á svæðinu er hægt að losa úr ferðasalernum, fylla á neysluvatn og losa vatnstanka.

Tjaldsvæðið er staðsett í göngufæri við miðbæinn, sundlaugina, íþróttavöllinn, veitingastaði og matvöruverslun.

Heitir pottar eru á svæðinu og standa gestum til boða gegn vægu gjaldi.
Í þjónustumiðstöð er seldur morgunverður frá 8-10 alla daga og þar er einnig hægt að kaupa kaffi, gos og vínveitingar.

Í Gesthúsum er einnig hægt að leigja smáhýsi eða sumarbústað sem rúmar allt að 6 manns.

Opnunartími

Opið hjá okkur allt árið / Open all year around


Verð

Verð 2023

Fullorðinn + tjald/hjólhýsi: 2.500 kr
Aukamanneskja: 1.750 kr
Börn, 13 – 15 ára: Frítt þegar ferðast með fullorðnum
Frítt fyrir 12 ára og yngri.

Rafmagn: 1000 kr
Þvottavél: 900 kr
Þurrkari: 900 kr
Heitur pottur: 500 kr
Te eða kaffi: 300 kr
Morgunverður: 2.100 kr