"

Grenivík

Tjaldsvæðið á Grenivík er vel staðsett og vel búið tjaldsvæði á góðum stað á Norðurlandi. Það var endurnýjað árið 2011 og er þar glænýtt aðstöðuhús með aðgengi fyrir hjólastóla. Aðgengi er að rafmagni og sturtu með rennandi heitu vatni. Einnig er aðstaða til að þrífa leirtau. Frítt er fyrir börn yngri en 16 ára.


Þjónusta í boði

  • Bátar til leigu
  • Gönguleiðir
  • Farfuglaheimili
  • Rafmagn

Lýsing á aðstöðu

Tjaldsvæðið á Grenivík var endurnýjað árið 2011 og er þar glænýtt aðstöðuhús með aðgengi fyrir hjólastóla. Aðgengi er að rafmagni og sturtu með rennandi heitu vatni. Einnig er aðstaða til að þrífa leirtau. Frítt er fyrir börn yngri en 16 ára.

Í Íþróttamiðstöðinni á Grenivík er nýleg 16,67 m sundlaug, heitapottur, gufuklefi, rækt, samkomu- og íþróttasalur.
Á Grenivík er sparkvöllur og leikvöllur fyrir börnin. Einnig er að finna veitingastað, matvöruverslun, bensínstöð, heilsugæslu (sími: 4604600) og Sparisjóð, en þar er aðgangur að hraðbanka á opnunartíma verslunarinnar. Á sumrin er stafrækt Útgerðarminjasafn þar sem fiskisaga Grenivíkur er rakin.
Í nágrenni Grenivíkur er Golfvöllurinn í Hvammi og bifreiðaverkstæðið Birnir (sími: 4633172). Einnig er hægt að leigja sér hesta hjá Pólarhestum. Gamli bærinn Laufás er forn torfbær þar sem prestsetur hefur verið frá kristnitöku. Þá eru ýmsar gönguleiðir í nágrenninu.

Opnunartími

Tjaldsvæðið í Grenivík opnar 21. maí og lokar 23.september


Verð

Verð 2023

Fullorðnir: 1.560 kr
Börn (15 ára og yngri): Frítt
50% afsláttur er veittur af gjaldi þeim sem náð hafa 67 ára aldri og öryrkjum (780kr).
Rafmagn: 1050 kr

Þegar gist er í 2 nætur þá er 3ja nóttin frí.
Wifi er innifalið í verði.