"

Grindavík

Lýsing tjaldsvæði

Tjaldsvæðið í Grindavík er vel staðsett í bænum og er stórt og vel búið. Um er að ræða 13.500 fm svæði sem staðsett er við Austurveg 26


Þjónusta í boði

  • Gönguleiðir
  • Þvottavél
  • Sturta
  • Leikvöllur
  • Salerni

Lýsing á aðstöðu

Sumarið 2009 var nýtt og glæsilegt tjaldsvæði tekið í notkun í Grindavík. Þá var nýtt 200 fermetra þjónustuhús tekið í notkun í maí 2011. Um er að ræða 13.500 fm svæði sem staðsett er við Austurveg 26. Þar eru 42 stæði fyrir húsbíla, fellihýsi og tjaldvagna. Afgirt svæði og sérhannað. Fullkomin aðstaða til seyrulosunar. Malbikuð og hellulögð bílastæði í innkomu tjaldsvæðisins. Tvö leiksvæði fyrir börn með rólum, 2 köstulunum, kóngulóarneti o.fl. Í nýja þjónustuhúsinu er eldunaraðstaða, sturtur, þvottahús og ókeypis aðgangur að interneti.

Uppákomur
Bæjarhátíðin Sjóarinn síkáti, Sjómannadagshelgina
Líf og fjör alla helgina með frábærri dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Sjá nánar á www.sjoarinnsikati.is
Jónsmessuganga, listsýningar, náttúruvika, gönguhátíð, Þórkötlustaðaréttir o.fl. Sjá www.grindavik.is


Verð

Verð 2020

Verð pr fullorðinn: 1.800 kr pr nótt.
Ókeypis fyrir 14 ára og yngri.
Fjórða hver nótt ókeypis.

Rafmagn kr 1.100 pr sólarhring.
1 þvottur í þvottavél og þurrkara 550 kr
Notkun á þurrkara: 550 kr
Sturta innifalin í verði
Bara sturta: 300 kr
Seyrulosun innifalin í verði.

Ekki hægt að panta pláss.