Tjaldsvæðið á Grundarfirði er staðsett í ofanverðum jaðri bæjarins með einstakt útsýni hvort sem er til sjávar eða fjallgarðsins. Svæðinu er skipt upp í nokkur minni svæði þar sem hver og einn gestur getur fundið náttstað við sitt hæfi.
Á tveimur stærstu svæðunum eru WC með aðstöðu til að vaska upp leirtau ásamt aðgengi fyrir fatlaða. Rétt við tjaldsvæðið er sundlaugin þar sem hægt er að komast í sturtur á opnunartíma hennar og þar við er ærslabelgur ásamt leiktækjum fyrir börn á skólalóðinni.
VETRARÞJÓNUSTA
Tjaldstæðið er opið á veturna með salernisaðstöðu og sturtuaðgangi í sundlauginni á opnunartíma hennar.
Grundarfjörður hentar einstaklega vel fyrir ferðalanga sem vilja tjalda á sama stað í nokkrar nætur þar sem staðsetningin er miðsvæðis á norðanverðu Snæfellsnesi í miðju sögusviði Eyrbyggjasögu. Héðan er stutt í allar áttir, hægt að fara í dagsferð í Flatey og næsta dag hring í Snæfellnesjökulsþjóðgarðinum. Stutt er í flesta þjónustu bæði verslun, kaffihús, veitingastaði og bensín. Svo er boðið upp á afþreyingu á svæðinu, s.s. hestaferðir, kajakferðir, bátsferðir, hvalasjóstöng og fuglaskoðun. Golfvöllur er í nágrenninu og gönguleiðir frá fyrri tíð liggja upp í fjallgarðinn og útsýni yfir Kirkjufellið er stórkostlegt.
Verð 2024
Fullorðinn: 1.600 kr
Börn, yngri en 16 ára: Frítt
Ellilífeyrisþegar og öryrkjar: 1.100 kr
Rafmagn: 1.000 kr
Afsláttarkjör:
Þriggja daga dvöl: 15% afsláttur
Sex daga dvöl: 25% afsláttur
Gistináttaskattur er innifalinn í verði, nema þegar Útilegukortið er notað