"

Hafnarfjörður

Kósý lítið tjaldsvæði á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Stutt í alla þjónustu og mjög fjölskylduvænt. Grillhús og leiksvæði er við tjaldsvæði.


Þjónusta í boði

  • Gönguleiðir
  • Leikvöllur
  • Salerni
  • Eldunaraðstaða
  • Rafmagn
  • Þvottavél
  • Sturta

Lýsing á aðstöðu

Ef þú ert að leita að fjölskylduvænu tjaldsvæði nálægt Reykjavík þá er tjaldsvæðið í Hafnarfirði rétti staðurinn. Hafnarfjörður er þriðji stærsti bær Íslands með um 30.000 íbúa. Bærinn er oft kallaður bærinn í hrauninu enda er hraun allsráðandi. Einnig er Hafnarfjörður með marga íbúa huldufólks. Keyrt er inná Víðistaðatún eftir gangstíg við hlið Lava Hostel/ skátaheimilisins.

Tjaldsvæði Hafnarfjarðar er á Víðstaðatúni sem er fallegur listaverkagarður umkringdur hrauni. Rólegt, hlýlegt og fjölskylduvænt umhverfi með nægu plássi fyrir börnin til að leika sér. Stutt er í alla þjónustu og miðbæ Hafnarfjarðar.
Heitt og kalt vatn, sturtur, þvottavél, Wi-Fi og salerni við tjaldsvæðið. Einnig eru þar útivaskar til uppvasks og rafmagn á svæðinu.

Við bjóðum ekki lengur upp á eldunaraðstöðu.

Hámarks dvöl eru 7 nætur.

Það er ekki í boði að forbóka


Verð

Verð 2021

Fullorðinn: 1.700 kr
14 – 18 ára: 1.000 kr
Frítt fyrir 13 ára og yngri
Rafmagn: 800 kr