Þegar ekið er frá Borgarnesi er ekið eftir þjóvegi 54 Snæfellsnesvegi og síðan beygt til hægri inná þjóðveg 55 Heydalsveg. Við gatnamótin er blátt skilti þar sem uppdráttur er af leiðum upp Hnappadalinn. Frá þeim gatnamótum eru u.þ.b 15 km að Hallkelsstaðahlíð.
Þess má geta að frá Hallkelsstaðahlíð eru næstum sömu vegalengdir í Borgarnes, Stykkishólm og Búðardal eða ca 50 km. Til Reykjavíkur eru rúmlega 100 km. Tjaldsvæðið er á bakka Hlíðarvatns.
Á tjaldsvæðinu er vatnssalerni og kalt vatn. Hestaleiga og ferðir eftir samkomulagi.
Á Hlíðarvatni var á árunum 1964-1965 rekið fljótandi hótel sem hét Hótel Víkingur. Margir eiga góðar minningar um það og koma gjarnan hér við til að minnast þess.
Auk þess eru margar skemmtilegar gönguleiðir hér allt í kring, við vatnið og hér inná fjöllin.
Veiðileyfi eru seld hér í Hlíðarvatn. Í vatninu eru bæði bleikjur og urriðar. Mjög auðvelt aðgengi er að vatninu frá tjaldstæðunum. Mjög góð veiði hefur verið í Hlíðarvatni að undaförnu bæði bleykja og urriði.
Í næsta nágrenni við Hallkelsstaðahlíð eru margir skemmtilegir staðir til að skoða má þar nefna sex eldgíga, Eldborg, Barnaborgir, Rauðhálsar, Rauðukúlurnar tvær og Gullborg sem er örstutt frá Gullborgarhellum. Akstur að gönguleiðum á þessa staði er u.þ.b 10- 30 mín frá Hallkelsstaðahlíð. Einnig eru hér í nágrenninu Rauðamelsölkelda, Gerðubergið og fleiri athyglisverðir staðir. Geirhnjúkur gnæfir hér yfir 898 m hár og eru þeir ófáir sem reynt hafa við hann að undanförnu. Útsýnið af toppi hans er stórfenglegt og sést m.a í margar sýslur þaðan. Skemmtilegast er þó að gangan þangað er á færi margra því þangað upp er ekkert klifur.
Þegar gengið er fræga Þriggjavatnaleið þá fara göngumenn gjarnan um Hallkelsstaðarhlíð.
Verð 2023
Verð kr 1000,- pr mann pr sólarhring.
Frítt fyrir börn yngri en 12 ára.
Veiðileyfi og reiðkennsla rukkuð sérstaklega.
Símanúmer fyrir nánari upplýsingar eru: 8628422-7702025 netföng sigrun@hallkelsstadahlid og mummi@hallkelsstadahlid.is