"

Hallormsstaður Höfðavík

Höfðavík er utan við þéttbýliskjarnan á Hallormsstað, svæðið skiptist niður í fjögur svæði og eru afmarkanir á þeim með birkiskógi. Neðsta svæðið er niður við fallega vík.


Þjónusta í boði

  • Þurrkari
  • Salerni
  • Sturta
  • Gönguleiðir
  • Hleðsla fyrir rafbíla
  • Leikvöllur
  • Þvottavél
  • Veitingahús
  • Rafmagn

Lýsing á aðstöðu

Í Atlavík eru tvö salernishús með heitu og köldu rennandi vatni. Þar eru aðstaða fyrir uppvask, losun ferðasalerna, salerni fyrir fatlaða, útigrill, borð og stólar ásamt leikvelli og ærslabelg. Í Höfðavík eru rafmagnstenglar fyrir húsbíla og vagna.

Á tjalsdsvæðinu er sorp flokkað og eru flokkunartunnurnar staðsettar við salernin.

Hallormsstaðaskógur er mjög vinsæll fyrir útivist enda fallegur staður. Það eru yfir 40 km af gönguleiðum á svæðinu. www.skogur.is/static/files/hallormstadaskogur/hallormstadaskogur2017_isl_36x52cm_lores.pdf. Í skóginum er fjölskylduvænt Trjásafn með yfir 90 mismunandi gerðir trjáa. Þar er einnig Hótel Hallormsstaður með 100 herbergi og veitingastað.


Verð

Verð 2024

Gistinótt 2.000
Ellilífeyrisþegar og öryrkjar 1.500
Gistináttaskattur 300
Rafmagn 1.300
Börn (14 ára og yngri) Frítt

Sturta: 500 kr. sjálfsalinn tekur aðeins við 100 kr. peningum.

Þvottavél og þurrkari.: 500 kr. sjálfsalinn tekur aðeins við 100 kr. peningum og er staðsett í Atlavík.

Eftir fjórar nætur er veitt afsláttarkort sem veitir 500 kr afslátt af gistinótt af fullu verði út sumarið.