"

Hauganes, Dalvíkurbyggð

Tjaldsvæðið er staðsett við þorpið Hauganes. Hauganes er sérlega snyrtilegt þorp, rólegt og örugg


Þjónusta í boði

  • Leikvöllur
  • Sturta
  • Gönguleiðir
  • Salerni
  • Veitingahús
  • Rafmagn

Lýsing á aðstöðu

Tjaldsvæðið er á kyrrlátum stað í litla þorpinu Hauganesi við utanverðan Eyjafjörð, um 20 min akstri frá Akureyri og 10 min frá Dalvík.

Við tjaldsvæðið eru salerni og aðstaða til uppþvotta, rafmagnstenglar og stutt á veitingastaðinn Baccalá bar, leikvöll með nýjum leiktækjum og í fallega sandfjöru með heitum pottum og sturtuaðstöðu. Salerni eru einnig við heitu pottana.
Á Hauganesi er einnig hvalaskoðunarfyrirtækið Whales.is sem siglir skipulagðar ferðir nokkrum sinnum á dag yfir sumarmánuðina.
Allar upplýsingar og greiðslur eru á Baccalá bar á Hauganesi. 18 ára aldurstakmark er á tjaldsvæðinu nema í fylgd með forráðamönnum


Verð

Verð 2022

Verð fyrir fullorðna: 1.750 kr.
Eldri borgara og öryrkjar: 1.200 kr.
Börn 12 ára og yngri: 750 kr.
Rafmagn: 1.750 kr á nótt
Sturta á tjaldsvæðinu: Frítt
Heitir pottar og sturta: 1.000 kr