Heiðarbær er kjörin staður fyrir fjölskylduna í rólegu umhverfi þar sem er leiksvæði með ærslabelg, rólum og fótboltamörkum. Í Heiðarbæ er veitinasala, bar, sundlaug og heitur pottur. Hægt er að fá pizzur, hamborgara, smárétti, ís og kaffi
Heiðarbær er staðsettur á milli Húsavíkur og Mývatns á vegi 87. Stutt er í marga vinsælustu ferðamannastaði norðausturhluta landsins. Ásbyrgi 40 km, Jökulsárgljúfur 79 km, Mývatn 33 km, Goðafoss 29 km, Þeistareykir 49 km og Húsavík 20 km.
Hinu megin við veginn við Heiðarbæ eru Hveravellir, ein elsta garðyrkjustöð landsins en þar er hægt að versla grænmeti á virkum dögum frá 8-12 og 13-16. Einnig er þar Ystihver sem hægt er að ganga að sem er stærsti hver á norðurlandi.
Fjallasýn Rúnars Óskarssonar sem býður upp á rútu- og jeppaferðir um fallega landið okkar. Nánari upplýsingar á fjallasyn.is.
Saltvík hestaleiga er í 15 km átt að Húsavík sem bjóða upp á skemmtilegar og ólíkar hestaferðir allt frá klukkustund upp í dagsferðir. Nánari upplýsingar á saltvik.is
Skarðaborg er sveitabær rétt hjá sem selur ær- og lambakjöt beint frá býli. Pantanir í síma 892-0559.
Öll önnur almennt þjónusta og afþreying er á Húsavík sem er í 20 km fjarlægð frá Heiðarbæ.
Opnunartími
15. júní – 15. september
Verð 2024
16 ára og eldri: 1.700 kr
0 -15 ára í fylgd með fullorðnum: frítt
Eldri Borgarar og öryrkjar: 1.300 kr
Rafmagn: 1.000 kr
Þvottavél: 800 kr
Þurrkari: 800 kr
Gistináttaskattur: 333 kr á einingu.