"

Heiðarbær

Heiðarbær er kjörin staður fyrir fjölskylduna í rólegu umhverfi þar sem er leiksvæði með ærslabelg, rólum og fótboltamörkum. Í Heiðarbæ er veitinasala, bar, sundlaug og heitur pottur. Hægt er að fá pizzur, hamborgara, smárétti, ís og kaffi

Heiðarbær er staðsettur á milli Húsavíkur og Mývatns á vegi 87. Stutt er í marga vinsælustu ferðamannastaði norðausturhluta landsins. Ásbyrgi 40 km, Jökulsárgljúfur 79 km, Mývatn 33 km, Goðafoss 29 km, Þeistareykir 49 km og Húsavík 20 km.


Þjónusta í boði

  • Þurrkari
  • Salerni
  • Kalt vatn
  • Aðgengi fyrir hjólastóla
  • Þvottavél
  • Sturta
  • Hundar leyfðir
  • Rafmagn
  • Leikvöllur
  • Heitt vatn
  • Aðgangur að neti
  • Heitur pottur
  • Sundlaug
  • Losun skolptanka
  • Veitingahús

Lýsing á aðstöðu

Hinu megin við veginn við Heiðarbæ eru Hveravellir, ein elsta garðyrkjustöð landsins en þar er hægt að versla grænmeti á virkum dögum frá 8-12 og 13-16. Einnig er þar Ystihver sem hægt er að ganga að sem er stærsti hver á norðurlandi.
Fjallasýn Rúnars Óskarssonar sem býður upp á rútu- og jeppaferðir um fallega landið okkar. Nánari upplýsingar á fjallasyn.is.
Saltvík hestaleiga er í 15 km átt að Húsavík sem bjóða upp á skemmtilegar og ólíkar hestaferðir allt frá klukkustund upp í dagsferðir. Nánari upplýsingar á saltvik.is
Skarðaborg er sveitabær rétt hjá sem selur ær- og lambakjöt beint frá býli. Pantanir í síma 892-0559.
Öll önnur almennt þjónusta og afþreying er á Húsavík sem er í 20 km fjarlægð frá Heiðarbæ.

Opnunartími

15. júní – 15. september


Verð

Verð 2024

16 ára og eldri: 1.700 kr
0 -15 ára í fylgd með fullorðnum: frítt
Eldri Borgarar og öryrkjar: 1.300 kr
Rafmagn: 1.000 kr
Þvottavél: 800 kr
Þurrkari: 800 kr

Gistináttaskattur: 333 kr á einingu.