"

Hellissandur

Mjög gott tjaldsvæði er á Hellissandi, en það opnaði sumarið 2011. Tjaldsvæðið er vestan megin við Sjómannagarðinn, eða á vinstri hönd þegar komið er inní bæinn frá Rifi. Á Hellissandi er bensínstöð, safn, verslanir og önnur nauðsynleg þjónusta er innan seilingar.


Þjónusta í boði

  • Leikvöllur
  • Sundlaug
  • Veitingahús
  • Rafmagn
  • Salerni
  • Sturta
  • Gönguleiðir

Lýsing á aðstöðu

Tjaldsvæðið er staðsett í fallegu hrauni er kallast Sandahraun. Á svæðinu er þjónustuhús með salerni (einnig fyrir fatlaða), sturtum og vaskarými. Rafmagnstenglar eru á svæðinu en hægt er að leigja aðgang að rafmagni. Á svæðinu er einnig wifi þjónusta.

Skemmtilegar gönguleiðir eru í næsta nágrenni, fallegar fjörur með öllum þeim ævintýrum sem þær bjóða uppá. Sólsetrin við Breiðafjörð séð frá Sandahrauni eru óviðjafnanleg og þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er næsti nágranni við tjaldsvæðið.

Tjaldsvæðið er í umsjón Upplýsingamiðstöðvar Snæfellsbæjar sem er staðsett í Ólafsvík, sem er í 9 km. fjarlægð frá Hellissandi.

Opnunartími

Opið frá 1. maí til 30. september 2024


Verð

Verðskrá 2023

Almennt gjald: 1.900 kr.
Börn, 0-13 ára: Frítt
Börn, 14-16 ára: 500 kr.
- frítt fyrir börn í fylgd með foreldrum/forráðamönnum
Ellilífeyrisþegar (65+) og öryrkjar: 1.400 kr.

Tilboð:
Fyrsta nóttin: 1.900 kr.
Önnur nóttin: 1.600 kr.
Þriðja nóttin: 1.600 kr.
Fjórða nóttin: 1.250 kr.

Annað:
Rafmagn pr. dag: 950 kr.