"

Hengifoss

Tjaldsvæðið er á sömu lóð og Félagsheimilið Végarður í Fljótsdal. Þar má einnig finna Hengifoss Gistihús. Tjaldsvæði er aðeins 4 km frá Hengifossi.


Þjónusta í boði

 • Hundar leyfðir
 • Rafmagn
 • Aðgangur að neti
 • Losun skolptanka
 • Salerni
 • Heitt vatn
 • Sturta
 • Gönguleiðir
 • Leikvöllur
 • Veiðileyfi
 • Veitingahús
 • Barnaleikvöllur
 • Kalt vatn

Lýsing á aðstöðu

Á tjaldsvæðinu er góð aðstaða fyrir húsbíla , snyrtiaðstaða mjög góð. Þar er stórt útigrill og aðstaða fyrir varðeld.

Tjaldsvæðið er við rætur hins stórbrotna Valþjófsstaðafjalls og Fljótsdalsheiðar þar sem Snæfellið trónir sem drottning. Einnig er Hengifoss, Skriðuklaustur og Snæfellsstofa/Vatnajökulsþjóðgarður nálægt. Í nágrenni er Valþjófsstaðakirkja þar sem hurðin fagra er.


Verð

Verð 2021

Verð fyrir fullorðna: 1.500 kr.
Frítt fyrir 14 ára og yngri
Ellilífeyrisþegar: 1.000 kr
Rafmagn: 800 kr

Frítt internet