
🚀 Kíktu á bakvið tjöldin!
Við erum að taka tjalda.is í gegn - kíktu á nýja vefinn.
Við erum að taka tjalda.is í gegn - kíktu á nýja vefinn.
Á Hernámssetrinu er gott tjaldsvæði og sundlaug. Þar er góður veislusalur sem tekur allt að 60 manns
í sæti og hentar vel fyrir veislur, bekkjamót, fyrirtækjadaga, ráðstefnur og smærri fundi.
Á Hernámssetrinu er rakin einstök og merkileg saga hernáms á árunum 1940 til 1945, saga sem breytti friðsælli sveit í umgjörð heimsviðburða og skipti sköpum fyrir sigur bandamanna í síðari heimsstyrjöld. Þar getur að líta vandað safn minja og minninga sem tengjast sögu hernáms í Hvalfirði á þessum örlagaríku umrótatímum. Meðan á dvöl stendur er upplagt að fá sér kaffi og með því á kaffihúsinu “Hvíti fálkinn”.
Verð 2025
Verð fyrir fullorðna (13–66 ára): 1.900kr
Eldri borgarar (67+): 1.500kr
Gistináttagjald per eining: 400kr
Frítt fyrir 12 ára og yngri.
Verð fyrir rafmagn: 1.800kr nóttin.
Sturta frí