Umhverfið við tjaldsvæðið er fjölbreytt, góðar flatir og hraunbalar sem gefa kost á góðu skjóli. Tjaldsvæðin eru í eins km. fjarlægð frá bakka Mývatns og trjágróður er lítill og þar af leiðandi er lítið um mýflugur á tjaldsvæðunum.
Boðið er upp á tjaldsvæði með fyrsta flokks aðstöðu. Vaskar með heitu og köldu vatni eru á nokkrum stöðum á tjaldsvæðinu, 2 snyrtingahús og 1 sturtuhús. Rafmagnstenglar eru í boði víðs vegar um svæðið en borga þarf sérstaklega fyrir notkun á rafmagni. Trjágróður er lítill en tjaldsvæðið er hlýlegt, rómantískar lautir í hrauninu, rúmgóðir grasbalar fyrir glaðværa hópa, og allt þar á milli. Svæðið er í um 1 km fjarlægð frá bökkum Mývatns sem gerir að verkum, ásamt því að það er ekki skógi vaxið, að lítið er um mýflugur. Lítil verslun er í afgreiðsluhúsi þar sem hægt er að kaupa sælgæti, gos og mjólkurvörur og einnig póstkort. Stórt eldhústjald er á svæðinu.
Verð 2024
Fullorðnir: 2.700 kr + gistináttaskattur per einingu.
Börn, 16 ára og yngri: Frítt í fylgd með foreldrum / forráðamönnum
Rafmagn: 900 kr sólarhringur