Tjaldsvæðið Hverinn á Kleppjárnsreykjum gerir ferðalöngum kleift að njóta HM í útilegunni. Þar verður risa flatskjár þar sem leikirnir verða sýndir auk þess sem þau eru með kaldan á krana fyrir þyrsta fótboltaáhugamenn.
Á svæðinu er boðið uppá gistingu í íbúðum og herbergjum og tjaldsvæðum. Þar er einnig boðið uppá að tjalda litlum tjöldum í gróðurhúsi. Þá er veitingastaður, lítil ferðamannaverslun á staðnum og sundlaug aðeins 150 metra í burtu.
Það er því tilvalið að skella sér á Kleppjárnsreyki, fara í útilegu án þess að missa af HM.