Gróið og fallegt svæði sem afmarkast af hraunkambi, ánni Syðri – Ófæru og bæjarlæknum okkar í Hólaskjóli.
Á tjaldsvæðinu eru kolagrill, borð og bekkir til að matast við, salernisaðstaða og sturtur. Í Hólaskjóli er einnig skálagisting fyrir 60 manns og þrjú smáhýsi sem hægt er að leiga með eða án sængurfata.
Verð 2024
Tjaldstæði:
Fullorðnir 2.800 kr.
Börn 7-17 ára 1.400 kr
Börn að 6 ára: Frítt
Eldri borgarar og öryrkjar: 2.200 kr.
Afnot af eldunar og mataraðstöðu inni fyrir daggesti: 1.200 kr.
Sturta: 600 kr.
Svefnpokagisting í skála:
Fullorðnir: 9.500 kr.
Börn 7-17 ára: 4.750 kr.
Börn 0-6 ára: Frítt
Eldri borgarar og öryrkjar: 7.200 kr.
Hús við Langasjó með veiðirétti: 49.500 kr. (Leiga pr nótt. Svefnpokagisting fyrir 4-6 gesti.)
Gestir þrífa húsið sjálfir eftir notkun. Ath. sækja þarf vatn í Langasjó fyrir wc. Koma þarf með ferskt vatn til drykkjar.
Smáhýsi með WC og eldunaraðstöðu:
Sturta innifalin, er staðsett á tjaldsvæði
Svefnpokagisting 15-30 jún og 1-15 sep 35.500 kr.
Svefnpokagisting 1 júlí-10 ágúst 39.100 kr.
Sængurver á mann 3.300 kr.