Tjaldsvæðið á Hólmavík er gott tjaldsvæði á besta stað í þorpinu við hlið sundlaugar (íþróttamiðstöðvar) og félagsheimilis. Örstutt í verslun og svo eru veitingahús og safn í þægilegu göngufæri ásamt skemmtilegum gönguleiðum með góðu útsýni. Þægilegar dagsferðir á bíl eru norður í Árneshrepp og yfir í Ísafjarðardjúp t.d í Kaldalón.
Tjaldsvæðinu er skipt í fjögur svæði, A, B,C og D. Á svæðinu eru tvö þjónustuhús með salernum og útivöskum. Eldunaraðstaða, þvottahús og lítill matsalur eru í anddyri Félagsheimilis Hólmavíkur sem stendur við tjaldstæðið.
Tvö grill ásamt borðum með bekkjum standa á útsýnisstað þar sem sér yfir Steingrímsfjörð og þorpið.
Íþróttamiðstöð og sundlaug standa við tjaldstæðið og sturtuaðstaða er staðsett þar. Greiða þarf sérstaklega fyrir hana sama verð og greitt er í sund.
Rafmagn er á þremur svæðum af fjórum. WC losun fyrir húsbíla og neysluvantsslanga.
Þvottavél og þurrkari er á svæðinu. Rafmagn er fyrir húsbíla og tjaldvagna. Góð salernisaðstaða og WC losun fyrir húsbíla.
Verð 2023
Fullorðnir: 1.750 kr.
Örorku- og ellilífeyrisþegar: 1050 kr.
Börn, 13 ára og yngri: Frítt
Rafmagn: 1.440 kr.
Þvottavél: 890 kr. (staðsett í Íþróttamiðstöð)
Þurrkari: 890 kr. (staðsett í Íþróttamiðstöð)