"

Húsafell

Lýsing tjaldsvæði

Tjaldsvæðið í Húsafellsskógi hefur notið mikilla vinsælda í áraraðir . Stæðin eru á miðju orlofssvæðinu og göngufæri í sund, golf, leiktæki, verslun og veitingar. Tjaldsvæðið er rétt við Hótel Húsafell.


Þjónusta í boði

  • Golfvöllur
  • Rafmagn
  • Veitingahús
  • Sundlaug
  • Sturta
  • Gönguleiðir
  • Leikvöllur
  • Þvottavél
  • Salerni

Lýsing á aðstöðu

Tjaldsvæðið í Húsafellsskógi hefur notið mikilla vinsælda í áraraðir . Stæðin eru á miðju orlofssvæðinu og göngufæri í sund, golf, leiktæki, verslun og veitingar. Rafmagnstenglar eru á u.þ.b. 110 stæðum og þarf tengi skv. evrópskum stöðlum. Salerni, sturta, heitt og kalt vatn auk þvottaaðstöðu. Einnig eru eru tjaldstæði á fallegum stað í Reyðafellsskógi um 2 km. frá Þjónustumiðstöðinni.

Yfir hásumarið er tendraður varðeldur öll laugardagskvöld kl. 21.

Rekin er fjölskyldustefna í Húsafelli sem m.a. snýr að því að hafðar eru þarfir fjölskyldunnar við uppbyggingu staðarins, leitast við að gera gesti meðvitaða um samfélagslega ábyrgð á uppeldi barna, að unglingar skuli ávallt vera í fylgd forráðamanna og að skemmtanir miðast við sameiginlega hagsmuni fjölskyldunnar.
Umgengnisreglur Húsafells
Gangið þrifalega um landið. Brýnið góða umgengni fyrir börnum og verið þeim til fyrirmyndar.
Látið allt rusl í ruslagáma, sem eru við innkeyrsluna á svæðinu.
Sýnið öðrum gestum tillitsemi. Yfir nóttina frá kl. 24:00 til kl. 09:00 er stranglega bannað að vera með hávaða eða annað ónæði.
Hlífið gróðri, bannað er að kveikja opinn eld á svæðinu. Notið ekki grill sem liggja á eða við jörð.
Akið ekki utan vegarslóða og athugið að 20 km hámarkshraði er á sumarhúsa- og tjaldsvæðum.
Lausaganga hunda er stranglega bönnuð og er skylt að þrífa eftir þá.
Aðgangur ungmenna að svæðinu, án forráðamanna er takmarkaður.
Notkun torfæruhjóla er bönnuð í landi Húsafells.
Gerið starfsfólki aðvart ef þið verðið fyrir ónæði.
Brot á lögum eða umgengisreglum varðar brottrekstur af svæðinu, án nokkurra bóta
Daglega eru ferðir með Into the glacier á Langjökul.
Samkvæmt sumaráætlun verður farið daglega frá Húsafelli kl 10:00, 12:00 og 14:30.
Nánari upplýsingar um Ísgöngin á Langjökli má finna á heimasíðunni www.intotheglacier.com

Einnig eru ferðir í nýuppgerðann hraunhelli Víðgelmi, ferðir í hann eru daglegar kl 10:00, 11:30, 13:00, 14:30 og 16:00.
Daglega fer skutla frá Húsafelli í Víðgelmi kl 14:10.
Nánari upplýsingar um Víðgelmi má finna á heimasíðunni www.thecave.is

Hægt er að leigja blakbolta, fótbolta, körfubolta og kubbaspil í tjaldmiðstöð.
.
Nánari upplýsingar má finna í tjaldmiðstöð og þjónustumiðstöð
eða í síma 435-1556


Verð

Verð 2018

Gestir á tjaldsvæði skulu ávallt skrá komu sína og greiða gistigjald við komu.

Húsafellsskógur tjaldstæði:
Fullorðnir / Börn (7-17ára) 1 nótt 1.500 / 800 kr.
Fullorðnir / Börn 3 nætur 1.300/ 600kr.
Tjaldgjald á sólahring 1 nótt 400 kr
Rafmagn á sólahring 1.100 kr
Sumarstæði 69.000 kr.
Rafmagn fyrir sumarstæði 40.000 kr.


Vallarsvæði 0g Reyðarfellsskógur

Fullorðnir / Börn (7-17ára) 1 nótt 1.100 / 600 kr.
Fullorðnir / Börn 3 nætur 800 / 500 kr.
Tjaldgjald á sólahring 1 nótt 400 kr
Tengiskott 4.000 kr
Miðað er við að dvalartíminn sé til kl 13 næsta dag.

Sundlaug

Fullorðnir 1.300 kr.
Börn – 6 – 14 ára 400 kr
10 miða kort fullorðnir 9.600 kr
10 miða kort börn 2.400 kr
Handklæði 1.000 kr
Sundföt 1.000 kr
Þvottavél 1.500 kr
Rúmföt 1.800 kr
Smellið hérna til að skoða nánari upplýsingar um sundlaugin á Húsafelli