Tjaldsvæði Highland Base í Kerlingarfjöllum er í dalnum Ásgarði - hlýlegur dalur í útjaðri stórbrotins landsvæðis sem býður upp á fjölbreytt útivistarsvæði með einstakri náttúru, hverasvæði og fallegu útsýni.
Tjaldsvæðið liggur meðfram Ásgarðsá í skjólgóðum grasbala og þar er góð aðstaða fyrir tjöld, vagna og húsbíla. Á svæðinu er vel búið þjónustuhús með aðgangi að salerni, sturtum, eldunaraðstöðu og útigrilli — öllu sem til þarf fyrir ferðalag á fjöllum. Tjaldsvæðið er opið frá 15. júní til 30. september.
Gestir tjaldsvæðisins geta notið fjölbreyttrar þjónustu á svæðinu, til dæmis veitinga á veitingastað hótelsins sem einnig er staðsett í dalnum. Þar er boðið upp á morgunverðarhlaðborð, hádegisverð og kvöldverð auk sérstakra nestispakka sem henta vel í ferðalög á fjöllum.
Í móttöku hótelsins geta gestir einnig keypt aðgang að heitu böðunum á svæðinu.
Í Kerlingarfjöllum eru alltumlykjandi náttúrufegurð helsta aðdráttaraflið. Á svæðinu eru margar skemmtilegar gönguleiðir sem hægt að er ganga á eigin vegum eða í skipulögðum ferðum með leiðsögn. Gestir geta kannað rjúkandi jarðhitasvæði í Hveradölum, heimsótt stórbrotna útsýnisstaði eða gengið á snæviþakta fjallstinda á borð við Snækoll, Fannborg og Loðmund.
Ekið er að Kerlingarfjöllum um Kjalveg (F35) og þaðan er beygt inn á veg F347. Eins liggja jeppaslóðar í Kerlingarfjöll úr Þjórsárverum (Setrinu) og frá Tungufelli í Hrunamannahreppi. Kjalvegur er ómalbikaður en þó fær flestum farartækjum yfir sumartímann.
Við hvetjum gesti til að bóka pláss á tjaldsvæðinu fyrir fram.
Opnunartími
Opið frá 15. júní til 30. september
Verð 2024
Fullorðnir: 3.000 kr
Unglingar (12-16): 2000 kr
Gistináttaskattur fyrir hverja nótt: 333 kr
Rafmagn: 2.000 kr