"

Kiðagil í Bárðadal

Tjaldsvæði á friðsælum og rólegum stað á Norðausturlandi


Þjónusta í boði

  • Salerni

Lýsing á aðstöðu

Kiðagil er staðsett í miðjum Bárðardal​, rúmlega 20 km frá þjóðvegi 1. Kiðagil er staðsett við veg nr. 842 vestan Skjálfandafljóts.
Hægt er keyra inn Bárðardal beggja megin Skjálfandafljóts, brú er yfir fljótið skammt frá Kiðagili. Vestan við fljótið er vegurinn númer 842 en austan við fljótið er vegurinn númer 844.


Goðafoss, Aldeyjarfoss og Hrafnabjargarfossar eru í nágrenni.

Rólegt og gott tjaldsvæði með sturtum, snyrtingu og rafmagni. Leikvöllur og fótboltavöllur á svæðinu.
Fín aðstaða fyrir ættarmót.


Verð

Verð 2023
Fullorðnir: 1500 kr á mann.
Börn, 16 ára og yngri: Frítt
Aukanótt eftir þá fyrstu: 1000 kr á mann.
Rafmagn: 1.000 kr