"

Kirkjubær II, Kirkjubæjarklaustri

Kirkjubæjarklaustur er þorp við þjóðveginn með um 150 íbúa og er bæjarstæðið mjög fallegt. Tjaldsvæðið á Kirkjubæ II er inni í þorpinu, rétt hjá Systrakaffi og versluninni Kjarval. Stutt er í alla þjónustu.


Þjónusta í boði

  • Salerni
  • Kalt vatn
  • Smáhýsi til útleigu
  • Hundar leyfðir
  • Eldunaraðstaða
  • Rafmagn
  • Heitt vatn
  • Aðgangur að neti
  • Sturta
  • Veitingahús
  • Gönguleiðir

Lýsing á aðstöðu

Tjaldsvæðið er rúmgott og mikill gróður í kring.

Á tjaldsvæðinu eru til leigu smáhýsi þar sem er svefnpokapláss fyrir fjóra. Bókið á heimasíðu tjaldsvæðisins.

Þjónustuhús er á staðnum þar sem er að finna eldhús, heitt og kalt vatn, sturtur, þvottavél, þurrkara, þvottasnúrur og tíu salerni. Aðgangur að rafmagni úti á svæðinu.

Wifi er í boði fyrir gesti.

Sundlaug, veitingastaðir og verslun i göngufæri frá tjaldsvæðinu.

Mjög skemmtilegar gönguleiðir upp hjá Systrafossi og út í Landbrotshólum. Frábær staðsetning til að fara í dagsferðir t.d. í Laka, Eldgjá, Langasjó, Skaftafell og Jökulsárlón.

Kirkjubæjarklaustur er þorp við þjóðveginn með um 150 íbúa. Bæjarstæðið er mjög fallegt. Saga Kirkjubæjarklausturs er þekkt frá landnámsöld og jafnvel talið að Papar hafi haft búsetu á Kirkjubæ fyrir landnám norrænna víkinga. Sagt er að aldrei hafi búið heiðnir menn á Kirkjubæ. Nunnuklaustur var frá 1186-1550 á Klaustri og þaðan kemur nafnið en áður hét staðurinn Kirkjubær. Í Skaftáreldunum rann hraunið í átt að Kirkjubæjarklaustri. Sr. Jón Steingrímsson kallaði þá fólk saman til messu í kirkjunni á Klaustri, hélt þar þrumandi ræðu og bað Drottinn að hjálpa þeim sem þar voru. Að messunni lokinni mátti sjá hvar hraunið hafði runnið að Systrastapa en stöðvast þar. Þótti mönnum þetta sýna mátt bænarinnar og trúarhita Jóns. Kapella til minningar um Sr. Jón Steingrímsson var vígð á Kirkjubæjarklaustri 1974.


Verð

2024

Verð fyrir fullorðna, 13 ára og eldri: 2.000 kr á mann
+ Gistináttaskattur 333 kr

Verð fyrir rafmagn: 1.500 kr sólarhringurinn
Verð fyrir þvottavél: 950 kr
Verð fyrir þurrkara: 950 kr
Sturta, 3 mín: 300 kr