"

Landmannahellir

Tjaldsvæðið í Landmannahelli er á grasflöt við skálabyggðina í Landmannahelli á bökkum Helliskvíslar.


Þjónusta í boði

  • Leikvöllur
  • Eldunaraðstaða
  • Sturta
  • Gönguleiðir

Lýsing á aðstöðu

Til að komast í Landmannahelli þarf að fara um Dómadalsleið (F225)á Landmannaafrétti. Ef komið er úr byggð frá þjóðvegi 1. er farið upp Landveg (nr.26) við Landvegamót og eknir um 50 km að Dómadalsleið. Þaðan eru 30 km að Landmannahelli.

Tjaldsvæðið í Landmannahelli er á grasflöt við skálabyggðina í Landmannahelli á bökkum Helliskvíslar. Svæðið rúmar allt að 50 tjöld. Hægt er að kaupa veiðileyfli í Landmannahelli í vötn sunnan Tungnaár. Einnig er hægt að panta innigistingu í átta skálum við Landmannahelli.

Á tjaldsvæðinu er vatnsalerni, útigrill og sturta. Þá geta tjaldgestir farið inn í gamalt hlaðið gagnamannahús og borðað eða tekið lagið!


Verð

Verð 2024:

Kr. 2.000,- á mann nóttin (sama verð fyrir húsbíla, fellihýsi og tjaldvagna).
Frítt fyrir 12 ára og yngri.
Gistináttaskattur: Kr. 333 á tjald.
Sturta hvert skipti: Kr. 700 á mann.

Bíll á tjaldstæði: Kr. 2000.-
Valfrjálst því hægt er að leggja bílum utan tjaldsvæðis.

Hleðsla á batteríi: Kr. 500.-
Leiga á handklæði: Kr. 1.200.-
Leiga á svefnpoka: Kr. 3.000.-

Ef aðstaða á staðnum er nýtt, s.s. salerni, án þess að gista þarf að greiða aðstöðugjald kr. 500,- á mann.
Wc gjald fyrir aðra en næturgesti : 300 kr,- á mann.