"

Laugum við Laugavöll

Tjaldsvæðið á Laugum er vel staðsett miðsvæðis í þéttbýliskjarnanum á Laugum. Tjaldsvæðið er staðsett rétt við hliðina á íþróttavellinum og glæsileg sundlaug er einnig skammt frá.


Þjónusta í boði

  • Golfvöllur
  • Veiðileyfi
  • Þvottavél
  • Svefnpokapláss
  • Sturta
  • Rafmagn
  • Veitingahús
  • Sundlaug
  • Salerni

Lýsing á aðstöðu

Í vallarhúsinu eru flestir þjónustupunktar tjaldstæðisins, en þar er að finna salerni, sturtur, þvottavél og þurrkara. Á efri hæðinni er svo eldunaraðstaða, borð og stólar.


Tjaldstæðið er rekið undir sama hatti og verslun og veitingastaður bæjarins, Dalakofinn. Þangað er hægt að sækja hina og þessa þjónustu.


Verð

Verð 2020

Verð fyrir fullorðna: 1.800 kr
Verð fyrir eldri borgara og öryrkja: 1.400
Verð fyrir börn: Frítt fyrir yngri en 14 ára
Verð fyrir rafmagn: 700 kr. pr. nótt
Verð fyrir þvottavél: 700 kr. pr. skipti
Verð fyrir þurrkara: 700 kr. pr. skipti