Tjaldstæðið í Ólafsvík er staðsett neðst í fallegri hlíð við útjaðar bæjarins að austanverðu, þegar komið er inn í bæinn frá Fróðárheiði.
Tjaldstæðið í Ólafsvík er staðsett neðst í fallegri hlíð við útjaðar bæjarins að austanverðu, þegar komið er inn í bæinn frá Fróðárheiði.
Á sumrin skín sólin í hlíðina allan daginn og er þaðan gott útsýni yfir dalinn. Glæsilegt þjónustuhús er á tjaldsvæðinu með eldunaraðstöðu, vaskarými, klósettum og sturtu.
Skemmtilegar gönguleiðir um dalinn og Ólafsvík liggja frá tjaldsvæðinu. Á tjaldsvæðinu er einnig leikvöllur fyrir börn og frisbígolfvöllur og stutt í skógræktina í Ólafsvík. Verslun og þjónusta í Ólafsvík er í göngufæri frá tjaldsvæðinu.
Opnunartími
Opið frá 15. april til 30. september 2025
Verðskrá 2025
Almennt gjald: 2.000 kr.
Börn, 0-13 ára: Frítt
Börn, 14-16 ára: 500 kr.
- frítt fyrir börn í fylgd með foreldrum/forráðamönnum
Ellilífeyrisþegar (65+) og öryrkjar: 1.500 kr.
Tilboð:
Fyrsta nóttin: 2.000 kr.
Önnur nóttin: 1.700 kr.
Þriðja nóttin: 1.700 kr.
Fjórða nóttin: 1.300 kr.
Annað:
Rafmagn pr. dag: 1000 kr.