Tjaldsvæðið á fallegum stað við Andapollinn, lítilli tjörn á vinstri hönd við innkeyrsluna í bæinn.
Tjaldsvæðið er á fallegum stað við Andapollinn, lítilli tjörn á vinstri hönd við innkeyrsluna í bæinn. Á svæðinu eru sturtur, salernisaðstaða, þvottavél og rafmagn, en losun fyrir húsbíla er hjá þjónustumiðstöð Olís, skammt frá tjaldsvæðinu. Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn er opin á sumrin í Íslenska stríðsárasafninu við Heiðarveg.
Eftirfarandi þjónusta er í boði á tjaldsvæðinu:
Salerni, kalt og heitt vatn, ruslagámar, klóaklosun fyrir húsbíla (400 m), þvottavél, þurrkari, rafmagn, sturta, bekkir og borð, veitingahús (400 m), kaffihús (1 km), vínveitingar (1 km), dagvöruverslun (1 km), bensínstöð (400 m), fjallasýn, gönguleiðir, leikvöllur (1,5 km), íþróttavöllur (1,5 km), veiði, golf, heilsugæsla (800 m).
Opinn eldur bannaður, hundar í bandi leyfðir.
Opnunartími
1. maí - 30. september
Verð 2024
Fullorðinn 2000 kr/mann nóttin + gistináttaskattur
Eldriborgarar og öryrkjar 1750 kr/mann + gistináttaskattur
Frítt fyrir börn Yngri en 16 ára
Rafmagn 1000 kr/sólarhring