Tjaldsvæðið er hægra megin við þjóðveg nr.60 á leiðinni vestur á firði. Margir áhugaverðir staðir eru í Dalabyggð og getum við bent á síðuna www.visitdalir.is til að skoða. Tjaldsvæðið er eitt samliggjandi svæði. Aðstaðan hentar vel einstaklingum, fjölskyldum og hópum. Einnig er staðurinn vinsæll til ættarmóta.
Í Árbliki er góð sturtuaðstaða og þar er líka lítið eldhús fyrir þá sem vilja komast í slíkt. Losunar aðstaða fyrir ferðasalerni. Rafmagnstenglar eru á tjaldsvæði. Þar eru líka fótboltamörk. Kaffihús er rekið í Árbliki og er hægt að kaupa súpu í hádeginu og vörur frá bændum úr nágrenninu.
Opnunartími
Tjaldsvæðið er opið frá 1 maí til 30 sept. Opnunartími á kaffihúsinu: sjá facebooksíðu
Verð 2024
Verðin eru 16 ára og eldri 2.000 kr. á mann. (gistináttaskattur innifalinn)
Eldri borgarar og öryrkjar 1.500 kr. á mann. (gistináttaskattur innifalinn)
Rafmagn 1.000 kr.