"

Siglufjörður

Fallegt tjaldsvæði á þremur stöðum í hjarta bæjarins – við höfnina, á Rammalóðinni og við Stóra bola. Salerni og rafmagn er á öllum svæðum.


Þjónusta í boði

  • Veitingahús
  • Sundlaug
  • Farfuglaheimili
  • Salerni
  • Rafmagn
  • Gönguleiðir
  • Leikvöllur
  • Golfvöllur
  • Þvottavél

Lýsing á aðstöðu

Verið á hjartanlega velkomin á tjaldsvæðið á Siglufirði!

Tjaldsvæðið á Siglufirði býður gestum upp á fjölbreytta og aðgengilega gistiaðstöðu á þremur svæðum í bænum – við höfnina í miðbænum, á Rammalóðinni og í náttúrunni við Stóra bola. Öll svæðin eru með salerni og rafmagn, og á tjaldsvæðinu í miðbænum er aðgangur að sturtu og þvottavél og þurrkara gegn gjaldi.

Miðbæjarsvæðið er staðsett í hjarta bæjarins, við höfnina í einstaklega fallegu umhverfi þar sem að veitingastaðir, verslanir og söfn eru í göngufæri.
Rammalóðin er staðsett á móti lögreglustöðinni og í göngufæri frá miðbænum.
Svæðið við Stóra bola er í skjóli við snjóflóðavarnargarð og í nálægð við tjörn, náttúruna og fallegar gönguleiðir.

Á Siglufirði er sundlaug sem býður upp á innilaug útipottur og sauna.
Einnig er fjöldi af áhugaverðum söfnum og setrum og má þar nefna Síldarminjasafnið, Ljóðasetur Íslands, Þjóðlagasetur, Saga Fotografica og fleirri.

Parka-bókun er í boði á svæðunum í miðbænum og við Stóra bola, en Rammalóðin er eingöngu í boði fyrir gesti sem mæta án þess að bóka fyrirfram.

Hægt er að bóka sér stæði og aðra þjónustu með einföldum hætti inná www.parka.is/siglufjordur

Verið á hjartanlega velkomin á tjaldsvæðið á Siglufirði!

Opnunartími

Opið frá 15. maí til 15. október, ef veður leyfir.


Verð

Verð 2025

Verð á mann: 1.700 kr
Eldri borgarar og öryrkjar: 1.400 kr
Frítt fyrir 16 ára og yngri.
Rafmagn: 1.450 kr
Þvottavél: 650 kr
Þurrkari: 650 kr