"

Skagaströnd

Tjaldsvæðið er á skjólsælum og rólegum stað efst á Bogabraut og horfir á móti sólu.


Þjónusta í boði

  • Leikvöllur
  • Þvottavél
  • Golfvöllur
  • Rafmagn
  • Salerni
  • Sundlaug
  • Gönguleiðir

Lýsing á aðstöðu

Tjaldsvæðið er á skjólsælum og rólegum stað efst á Bogabraut og horfir á móti sólu. Í miðju svæðisins er gamall bæjarhóll þar sem bærinn Höfðahólar stóðu. Svæðið er í fallegu umhverfi og nýtur skjóls til norðurs og austurs af lágum klettahólum sem kallaðir eru Hólaberg.

Runnar skipta svæðinu upp í nokkra reiti sem skapa þægileg umhverfi fyrir tjöld, húsbíla, hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagna. Rafmagnstenglar eru á nokkrum stöðum. Á svæðinu er góð aðstaða fyrir börn, spennandi umhverfi og leiktæki af ýmsu tagi.

Í þjónustuhúsinu eru vatnssalerni, þvottavél og aðstaða til að matast innanhúss fyrir þá sem það vilja og vaskur til uppþvotta.
Þar má einnig fá margvíslegar upplýsingar fyrir ferðamenn. Hæst ber að sjálfsögðu tvo veglega bæklinga um gönguleiðir á Spákonufellshöfða og á fjallið Spákonufell. Svo er þar einnig gestabók sem ferðalangar eru beðnir um að rita nöfn sín í.


Verð

Verð 2023

Verð fyrir fullorðna: 2.200 kr.
Börn (16 ára og yngri): Frítt
Rafmagn 1.300 kr. sólarhringurinn
Þvottavél: 800 kr. hvert skipti
Þurrkari; 800 kr. hvert skipti
Sturta 500 kr.