Tjaldsvæðið hefur fengið lof fyrir einstaklega fallegt og friðsælt umhverfi. Til austurs má líta Ekkjufellshólmana þar sem þeir lúra í Lagarfljótinu skammt undan landi. Í vestri blasa við klettaborgir sem einkenna þetta svæði í Fellahreppi hinum forna og þykja einstaklega töfrandi.
Umgengnisreglur:
Vinsamlega hafið í huga eftirfarandi umgengnisreglur tjaldsvæðisins á Skipalæk
1. Vinsamlega sýnið öðrum gestum kurteisi og gangið um af virðingu.
2. Vinsamlega skiljið snyrtilega við og fylgið leiðbeiningum um flokkun sorps.
3. Vinsamlega takmarkið, eins og kostur er, umferð ökutækja um tjaldsvæðið meðan á dvöl stendur.
4. Vinsamlega haldið hávaða í lágmarki eftir klukkan 22:00 og hafið hljóð eftir miðnætti.
5. Hundar eru leyfðir, en verða að vera í bandi og mega ekki valda ónæði.
6. Vinsamlega farið í gestamóttöku og greiðið fyrir tjaldsvæðið.
7. Vinsamlega hafið samband við afgreiðslu ef einhverju er ábótavant.
Þjónustuaðili áskilur sér rétt til að vísa gestum af svæðinu, ef þeir virða ekki þessar reglur.
Á tjaldsvæðinu er rafmagn í boði fyrir húsbíla og vagna gegn gjaldi. Hægt er að losa ferðasalerni og þvo matarílát í útivaski. Þrjú klósett og tvær sturtur eru á svæðinu og mikið lagt upp úr því að halda aðstöðunni snyrtilegri. Hægt er að borða nesti undir þaki í tveimur litlum setustofum, eða úti á palli þegar veðrið er gott. Í setustofunum er einnig hægt að hlaða síma og tölvur. Borð og bekkir eru víðsvegar um tjaldstæðið þar sem hægt er að sitja og matast.
Í næsta nágrenni við tjaldsvæðið er ýmis afþreying í boði svo sem 9 holu golfvöllur, Ekkjufellsvöllur, nýi baðstaðurinn við Urriðavatn, Vök Baths, silungsveiði, sundlaugin á Egilsstöðum og hestaleigur.
Opnunartími
15. júní til september
Verð 2024
Fyrir einstakling yfir eina nótt, kr. 2.500.-
Fyrir eldri borgara og öryrkja, kr. 1.500.-
Fyrir unglinga 13 – 15 ára, kr. 500.-
Frítt fyrir börn 12 ára og yngri.
Fyrir rafmagn yfir eina nótt, kr. 1.500.-
Gistináttargjald er innifalið í verði.
Trukkar yfir 5 tonn ekki leyfðir á svæðinu.