"

Tjaldsvæðið við Skógafoss

Tjaldsvæðið er staðsett við Skógafoss, í göngufæri er veitingastaðurinn Bistro bar. Stigarnir upp með Skógafossi marka upphafið að gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls. Eitt besta byggðasafn landsins Byggðasafnið í Skógum er í göngufæri. Vinsælt er að ganga að flugvélaflakinu á Mýrdalssandi og taka rúntinn niður í Reynisfjöru.


Þjónusta í boði

  • Opið allt árið
  • Heitt vatn
  • Aðgengi fyrir hjólastóla
  • Sturta
  • Hundar leyfðir
  • Gönguleiðir
  • Salerni
  • Kalt vatn
  • Hestaleiga
  • Losun skolptanka
  • Veitingahús
  • Rafmagn

Lýsing á aðstöðu

Sturta og salerni eru nýuppgerð, Aðstaðan hentar fyrir bæði bíla og tjöld, á veturna og þegar mjög blautt er í veðri biðjum við gesti um að hafa bílana á mölinni/ bílastæðinu til að vernda umhverfið.

Opnunartími

Opið allt árið


Verð

2024

Gisting 2.200 kr. fyrir manninn + gistieining
Auka farþegar 1800
frítt fyrir 13 ára og yngri
Sturta 400 kr .
Rafmagn fyrir húsbíla 1.200 kr.