"

Sólbrekka, Mjóafirði

Tjaldsvæðið er staðsett á grasflöt við gistiheimilið Sólbrekku. Stutt er í fjöruna þar er hægt að setjast niður og hlusta á róandi öldugjálfrið, kvak fuglanna, rölta um og tína fallega steina og ef heppnin er með þér gætirðu séð seli eða hvali synda hjá.


Þjónusta í boði

  • Þurrkari
  • Salerni
  • Kalt vatn
  • Svefnpokapláss
  • Sturta
  • Veitingahús
  • Uppþvottaaðstaða
  • Leikvöllur
  • Heitt vatn
  • Þvottavél
  • Smáhýsi til útleigu
  • Hundar leyfðir
  • Gönguleiðir

Lýsing á aðstöðu

Salerni með sturtu, útibekkir og borð, þráðlaus nettenging, þvottavél og þurrkari. Hægt að tengja húsbíla við rafmagn. Leikvöllur fyrir börnin er í nágrenninu.

Stutt er í merktar gönguleiðir. Kaffiveitingar seldar í Sólbrekku.

Opnunartími: Tjaldsvæði 01.06 - 31.09 / Kaffihús 10.06. /
Gistiheimilið Sólbrekka 01.06. - 15.09. / Smáhýsi eru opin allt árið.

Opnunartími

1.júní - 31. september


Verð

Verð 2024

Fullorðnir: 1.600 kr (sturta innifalin)
Börn: frítt fyrir 13 ára og yngri.
Aldraðir / Öryrkjar 800 kr (Sturta innifalin)

Rafmagn: 1.200 kr (24 klst.)
Þvottavél og þurrkari: 1.000 kr (eitt skipti)