Tjaldsvæðið er staðsett á grasflöt við gistiheimilið Sólbrekku. Stutt er í fjöruna þar er hægt að setjast niður og hlusta á róandi öldugjálfrið, kvak fuglanna, rölta um og tína fallega steina og ef heppnin er með þér gætirðu séð seli eða hvali synda hjá.
Salerni með sturtu, útibekkir og borð, þráðlaus nettenging, þvottavél og þurrkari. Hægt að tengja húsbíla við rafmagn. Leikvöllur fyrir börnin er í nágrenninu.
Stutt er í merktar gönguleiðir. Kaffiveitingar seldar í Sólbrekku.
Opnunartími: Tjaldsvæði 01.06 - 31.09 / Kaffihús 10.06. /
Gistiheimilið Sólbrekka 01.06. - 15.09. / Smáhýsi eru opin allt árið.
Opnunartími
1.júní - 31. september
Verð 2024
Fullorðnir: 1.600 kr (sturta innifalin)
Börn: frítt fyrir 13 ára og yngri.
Aldraðir / Öryrkjar 800 kr (Sturta innifalin)
Rafmagn: 1.200 kr (24 klst.)
Þvottavél og þurrkari: 1.000 kr (eitt skipti)