Tjaldsvæðið er við austurenda byggðarinnar, við fallegt skógræktarsvæði.
Tjaldsvæðið er við austurenda byggðarinnar, með salerni, rafmagni og losun fyrir húsbíla. Það stendur við fallegt skógræktarsvæði með grillaðstöðu og leiktækjum. Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn er opin allt árið í Brekkunni. Steinasafn Petru á Stöðvarfirði er eitt stærsta steinasafn sinnar tegundar og laðar á ári hverju til sín mikinn fjölda ferðamanna. Brekkan er allt í
senn verslun, veitingastaður og upplýsingamiðstöð og skammt þar frá er veitinga- og gistihúsið Hótel Saxa.
Opnunartími
1. júní - 31. ágúst
Verð 2024
Fullorðinn 2000 kr/mann nóttin + gistináttaskattur
Eldriborgarar og öryrkjar 1750 kr/mann + gistináttaskattur
Frítt fyrir börn Yngri en 16 ára
Rafmagn 1000 kr/sólarhring