"

Systragil

Lýsing tjaldsvæði

Verið hjartanlega velkomin í kyrrð og skjólsælt umhverfi þar sem birkið angar og rjúpan ropar.
Tjaldsvæðið Systragil er í landi Hróarsstaða, Fnjóskadal, Suður – Þingeyjarsýslu. Úrval áhugaverðra staða er í nágrenni Systragils sem vert er að skoða svo sem Vaglaskógur, Minjasafnið Laufási, Goðafoss, Akureyri, Siglufjörður, Húsavík og Mývatn .
Merktar gönguleiðir eru bæði upp frá Systragili svokölluð Þingmannaleið en einnig frábærar gönguleiðir í Vaglaskógi sem er beint á móti, austan megin í dalnum. Trjágróður er mikill og lækurinn Systralækur liggur upp með Systragili. Í hlíðunum fyrir ofan tjaldstæðið eru melar og skóglendi og þar má finna mikið af berjum og sveppum
Stutt er í sund í Stórutjarnaskóla og á Illugastöðum og í 9 holu golfvöll í Lundi. Lítil búð er við orlofsbyggðina Illugastöðum.


Þjónusta í boði

  • Leikvöllur
  • Sundlaug
  • Salerni
  • Eldunaraðstaða
  • Gönguleiðir
  • Þvottavél
  • Eldunaraðstaða
  • Sturta
  • Golfvöllur
  • Rafmagn

Lýsing á aðstöðu

Tjaldsvæðið Systragil er skjólgott tjaldsvæði fyrir tjöld, vagna og húsbíla. Góð nettenging, rafmagn, eldunaraðstaða, leiktæki, upphituð salerni, þvottavél, heitt vatn, sturta og klóaklosun er á svæðinu. Hundar eru einnig leyfðir. Tjaldsvæðin eru á tveimur stöllum en fastaleigusvæði á þriðja og jafnframt hæsta stallinum og einnig upp með læknum. Flatirnar eru allar sléttar og vel við haldið. Trjágróður er við þær allar. Rafmagn er á öllum stöllum, þriggja pinna tenglar, á neðsta stalli er tengt í útitengil við snyrtihús, á efri stöllum í kassa, leiktæki eru síðan ofan við snyrtihús.

Reglur
1. Dvalargjöld eru innheimt af umsjónarmanni að kvöldi og morgni.
2. Umferð ökutækja á tjaldsvæðinu er ekki leyfð frá kl. 24 til kl. 07.
3. Varast ber að valda óþarfa hávaða. Rjúfið ekki næturkyrrð að óþörfu.
4. Ölvun er bönnuð á tjaldsvæðinu.
5. Vinnið ekki spjöll á náttúrunni.
6. Sorp skal láta í þar til gerð ílát, rafhlöður, málma, pappír, plast, glerflöskur og dósir sér.
7. Bannað er að kveikja eld.
8. Hundar eru aðeins leifðir í bandi.
9. Brot á umgengnisreglum getur varðað brottrekstri


Verð

Verð 2020

Verð fyrir fullorðna: 1.600 kr. en 1.300 kr. fyrir 67 ára og eldri
Verð fyrir börn, 15 ára og yngri: 0 kr.
Rafmagn: 800 kr
Þvottavél: 400 kr
Sturta: 200 kr